Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson kemur hér með uppskrift úr þætti sínum í gær, Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2.
Kakan er ljúffeng og líka bráðholl.
Hindberjahrákaka með pekanhnetubotni
Botn
5 dl pekanhnetur
3 dl döðlur
1 dl kakó
3 msk. kókosolía
vanilluduft
salt
Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið í um 2-3 mín. Smyrjið form með kókosolíu og setjið blönduna í botninn og þjappið vel.
Hindberjakrem
3 dl hindber
1 dl agavesíróp
2 dl kasjúhnetur (búnar að liggja í bleyti í tvo tíma)
½ dl kókosolía
1 tsk. chia-fræ
1 tsk. sjávarsalt
vanilla
3 dl frosin hindber
Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið saman í um 3 mín. eða þar til kremið er orðið flauelsmjúkt. Hellið 1/3 af kreminu yfir botninn og dreifið úr því með skeið. Raðið svo frosnu hindberjunum yfir allt kremið. Hellið restinni af kreminu yfir hindberin og smyrjið því jafnt yfir.
Karamella
1dl hlynsýróp
1 dl kókosolía (við stofuhita)
1 dl hnetusmjör
salthnetur
Setjið allt hráefnið saman í blandara og maukið saman í um 3 mín. Hellið karamellunni yfir og smyrjið vel út í alla kanta. Setjið kökuna inn í frysti og látið hana vera þar í 12 tíma. Gott er að taka kökuna út um 30 mín. áður en á að borða hana. Skreytið kökuna eftir smekk t.d. með ferskum bláberjum og jarðarberjum.