Ringulreið í flóttamannabúðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. mars 2015 10:15 Zaatari-búðirnar. Þegar mest var bjuggu um 200.000 manns í tjöldum í Zaatari-búðunum. Í heildina búa 3.838.035 manns í flóttamannabúðum í Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi. Fréttablaðið/Tamara Baari Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn.
Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira