Hættuleg þvæla Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Nærri tvö þúsund og þrjú hundruð manns höfðu síðdegis í gær lagt nafn sitt við undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að bólusetningar barna verði lögboðin skylda. Merkilegt er að krefjast þurfi lagaboðs um jafn sjálfsagðan hlut og varnir gegn alvarlegum sjúkdómum, en umræða um bólusetningar fór nýverið á flug eftir að í síðustu viku upphófst umræða um ágæti bólusetninga og fram steig fólk sem heldur á lofti rangfærslum um að bóluefni geti valdið aukaverkunum á borð við einhverfu og athyglisbrest. Rétt er að halda því til haga að aldrei hefur tekist að sýna fram á tengsl bólusetninga við einhverfu. „Í lýðræðislegu samfélagi á fólk að hafa rétt á sinni skoðun og okkur ber að sýna þeim skoðunum umburðarlyndi og takast á um ólíka hugmyndafræði með heilbrigðri gagnrýni og virðingu,“ sagði Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, í ræðu sinni um umræðuna um bólusetningar á Alþingi á miðvikudag. Vissulega má sýna því skilning að fólk teygi sig ansi langt í leit að skýringum á erfiðleikum sem börn þeirra henda, jafnvel þótt langsóttar séu. Því umburðarlyndi eru hins vegar takmörk sett þegar haldið er á lofti skaðlegri þvælu. Þótt fólk megi vissulega halda á lofti skoðunum þá þýðir það ekki að allar skoðanir séu jafn réttháar. Sumt er einfaldlega rugl og á að meðhöndla sem slíkt. Vera má að uppgangur hvers kyns hindurvitna sé hliðarafurð upplýsingaflóðsins sem internetið færir okkur. Þar getur nefnilega hvaða vitleysingur sem er stillt sér upp og bunað rugli sínu í allar áttir. Þá er netið líka vettvangur óvandaðs fólks sem reynir að hafa aðra að féþúfu með hvers kyns töfralausnum og galdrameðölum. Þótt bólusetningar hafi ekki verið lögbundnar þá eru í gildi lög sem verja eiga fólk fyrir svikum. Þannig er til dæmis kukl bannað og bannað að halda fram lækningamætti efna, vöru, eða meðferðar nema að búið sé að sýna fram á áhrifamáttinn með rannsóknum. Þess vegna gæta framleiðendur sín á að segja ekkert um lækningamátt utan á vörum sem auglýstar eru stútfullar af andoxunarefnum og guðmávitahverju. Internetið er hins vegar fullt af ruglgreinum um ágæti þessara efna. Ágæt grein birtist í Guardian fyrir helgina þar sem Duane Mellor, aðstoðarprófessor í næringarfræði við háskólann í Nottingham, fór yfir og hrakti fullyrðingar um margvíslegt ágæti hinnar og þessarar „töfrafæðu“ sem sögð er geta varnað krabbameinum, sykursýki, hjartasjúkdómum eða hjálpað fólki að léttast. Undir voru meðal annars kókoshnetuolía, eplaedik, Manuka-hunang, spírúlína og chia-fræ. Stigsmunur er hins vegar á þessari „snákaolíusölu“ og því að halda á lofti þvælu sem hættuleg er heilsu fólks, eins og að hvetja fólk til að sleppa bólusetningum. Mögulega gæti þurft að leiða í lög einhverjar takmarkanir á slíku, rétt eins og gert er með kukl, fullyrðingar um lækningamátt og hatursorðræðu. Þar er komið verðugra umræðuefni þingmanna en mjálm um skoðanafrelsi. Þangað til getur hins vegar verið ágætt að hafa í huga að þótt eitthvað standi einhvers staðar skrifað, þá er það ekki endilega satt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Nærri tvö þúsund og þrjú hundruð manns höfðu síðdegis í gær lagt nafn sitt við undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að bólusetningar barna verði lögboðin skylda. Merkilegt er að krefjast þurfi lagaboðs um jafn sjálfsagðan hlut og varnir gegn alvarlegum sjúkdómum, en umræða um bólusetningar fór nýverið á flug eftir að í síðustu viku upphófst umræða um ágæti bólusetninga og fram steig fólk sem heldur á lofti rangfærslum um að bóluefni geti valdið aukaverkunum á borð við einhverfu og athyglisbrest. Rétt er að halda því til haga að aldrei hefur tekist að sýna fram á tengsl bólusetninga við einhverfu. „Í lýðræðislegu samfélagi á fólk að hafa rétt á sinni skoðun og okkur ber að sýna þeim skoðunum umburðarlyndi og takast á um ólíka hugmyndafræði með heilbrigðri gagnrýni og virðingu,“ sagði Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, í ræðu sinni um umræðuna um bólusetningar á Alþingi á miðvikudag. Vissulega má sýna því skilning að fólk teygi sig ansi langt í leit að skýringum á erfiðleikum sem börn þeirra henda, jafnvel þótt langsóttar séu. Því umburðarlyndi eru hins vegar takmörk sett þegar haldið er á lofti skaðlegri þvælu. Þótt fólk megi vissulega halda á lofti skoðunum þá þýðir það ekki að allar skoðanir séu jafn réttháar. Sumt er einfaldlega rugl og á að meðhöndla sem slíkt. Vera má að uppgangur hvers kyns hindurvitna sé hliðarafurð upplýsingaflóðsins sem internetið færir okkur. Þar getur nefnilega hvaða vitleysingur sem er stillt sér upp og bunað rugli sínu í allar áttir. Þá er netið líka vettvangur óvandaðs fólks sem reynir að hafa aðra að féþúfu með hvers kyns töfralausnum og galdrameðölum. Þótt bólusetningar hafi ekki verið lögbundnar þá eru í gildi lög sem verja eiga fólk fyrir svikum. Þannig er til dæmis kukl bannað og bannað að halda fram lækningamætti efna, vöru, eða meðferðar nema að búið sé að sýna fram á áhrifamáttinn með rannsóknum. Þess vegna gæta framleiðendur sín á að segja ekkert um lækningamátt utan á vörum sem auglýstar eru stútfullar af andoxunarefnum og guðmávitahverju. Internetið er hins vegar fullt af ruglgreinum um ágæti þessara efna. Ágæt grein birtist í Guardian fyrir helgina þar sem Duane Mellor, aðstoðarprófessor í næringarfræði við háskólann í Nottingham, fór yfir og hrakti fullyrðingar um margvíslegt ágæti hinnar og þessarar „töfrafæðu“ sem sögð er geta varnað krabbameinum, sykursýki, hjartasjúkdómum eða hjálpað fólki að léttast. Undir voru meðal annars kókoshnetuolía, eplaedik, Manuka-hunang, spírúlína og chia-fræ. Stigsmunur er hins vegar á þessari „snákaolíusölu“ og því að halda á lofti þvælu sem hættuleg er heilsu fólks, eins og að hvetja fólk til að sleppa bólusetningum. Mögulega gæti þurft að leiða í lög einhverjar takmarkanir á slíku, rétt eins og gert er með kukl, fullyrðingar um lækningamátt og hatursorðræðu. Þar er komið verðugra umræðuefni þingmanna en mjálm um skoðanafrelsi. Þangað til getur hins vegar verið ágætt að hafa í huga að þótt eitthvað standi einhvers staðar skrifað, þá er það ekki endilega satt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun