Leyfið börnunum að koma til mín Frosti Logason skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Nú fyrr í vikunni greindi félagið Vantrú frá ákvörðun sinni um að allir landsmenn skyldu frá og með næstu mánaðamótum verða skráðir sjálfkrafa í félagið, nema að þeir bæðust sérstaklega undan því. Sama dag og tilkynningin var send út stigu fram á ritvöll samfélagsmiðlanna margar af skærustu þjóðfélagsperlum landsins og létu ljós sitt skína í kommentakerfum. Sómakæru fólki var misboðið. Hin kristna þjóð sýndi úr hverju hún er gerð og varðist fimlega með kærleika og samstöðu að vopni. Fólk sameinaðist um að finna hryðjuverkasamtökunum Vantrú allt til foráttu enda þótti aðgerð þeirra bæði svívirðileg og óforskömmuð. Að skrá grunlaust fólk í félagatal trúar- eða lífskoðunarfélags að því forspurðu er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Stríðir gegn góðu siðferði og allsherjarreglu. Svo kom á daginn að þetta var allt saman ein stór ádeila. Vantrú sagði tilganginn með gríninu vera að gagnrýna núverandi fyrirkomulag á trúfélagsskráningum sem virkar í reynd þannig að mikill meirihluti allra nýfæddra barna er í dag og hefur alltaf verið skráður í ríkiskirkjuna án þess að börnin séu nokkurn tímann spurð hvort þau hafi minnsta áhuga á því. Var þetta allt þá bara lélegt grín eða fær þetta mögulega einhverja til þess að opna augun og átta sig á því að núverandi kerfi er algerlega galið rugl sem hefði aldrei átt að vera liðið á annað borð? Þeir sem trylltust og froðufelldu yfir því að félagið Vantrú ætlaði að skrá einhvern í félagið án þess að spyrja viðkomandi leyfis ættu að hafa það hugfast að einmitt með sama hætti er verið að brjóta á flestum börnum og foreldrum landsins á hverjum degi sem líður í núverandi kerfi. Meðlimir Vantrúar, sem öll reiðin beindist að, hafa flestallir þurft að skrá sig úr trúfélagi sem þeir höfðu aldrei skráð sig sjálfir í. Já, ímyndið ykkur það. Sú sjálfkrafa skráning nýbura sem nú er við lýði er einungis til vegna hagsmuna trúfélaga, og þá sérstaklega ríkiskirkjunnar, því ríkið greiðir trúfélögum árlega peningaupphæð fyrir hvern skráðan einstakling. Fjárhagslegir hagsmunir trúfélaga eru þannig settir ofar réttindum barna og foreldra. Kristilegt, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Tengdar fréttir Allir Íslendingar verða skráðir í Vantrú Á síðasta stjórnarfundi ákvað stjórn Vantrúar að frá og með 1. mars verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú en þetta kemur fram á vefsíðu Vantrúar. 23. febrúar 2015 11:01 Vantrú barst tilkynning um lögsókn vegna gríns „Reiknuðum ekki með því að eitthvað fólk myndi ekki halda að þetta væri grín“ 23. febrúar 2015 18:10 Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Nú fyrr í vikunni greindi félagið Vantrú frá ákvörðun sinni um að allir landsmenn skyldu frá og með næstu mánaðamótum verða skráðir sjálfkrafa í félagið, nema að þeir bæðust sérstaklega undan því. Sama dag og tilkynningin var send út stigu fram á ritvöll samfélagsmiðlanna margar af skærustu þjóðfélagsperlum landsins og létu ljós sitt skína í kommentakerfum. Sómakæru fólki var misboðið. Hin kristna þjóð sýndi úr hverju hún er gerð og varðist fimlega með kærleika og samstöðu að vopni. Fólk sameinaðist um að finna hryðjuverkasamtökunum Vantrú allt til foráttu enda þótti aðgerð þeirra bæði svívirðileg og óforskömmuð. Að skrá grunlaust fólk í félagatal trúar- eða lífskoðunarfélags að því forspurðu er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Stríðir gegn góðu siðferði og allsherjarreglu. Svo kom á daginn að þetta var allt saman ein stór ádeila. Vantrú sagði tilganginn með gríninu vera að gagnrýna núverandi fyrirkomulag á trúfélagsskráningum sem virkar í reynd þannig að mikill meirihluti allra nýfæddra barna er í dag og hefur alltaf verið skráður í ríkiskirkjuna án þess að börnin séu nokkurn tímann spurð hvort þau hafi minnsta áhuga á því. Var þetta allt þá bara lélegt grín eða fær þetta mögulega einhverja til þess að opna augun og átta sig á því að núverandi kerfi er algerlega galið rugl sem hefði aldrei átt að vera liðið á annað borð? Þeir sem trylltust og froðufelldu yfir því að félagið Vantrú ætlaði að skrá einhvern í félagið án þess að spyrja viðkomandi leyfis ættu að hafa það hugfast að einmitt með sama hætti er verið að brjóta á flestum börnum og foreldrum landsins á hverjum degi sem líður í núverandi kerfi. Meðlimir Vantrúar, sem öll reiðin beindist að, hafa flestallir þurft að skrá sig úr trúfélagi sem þeir höfðu aldrei skráð sig sjálfir í. Já, ímyndið ykkur það. Sú sjálfkrafa skráning nýbura sem nú er við lýði er einungis til vegna hagsmuna trúfélaga, og þá sérstaklega ríkiskirkjunnar, því ríkið greiðir trúfélögum árlega peningaupphæð fyrir hvern skráðan einstakling. Fjárhagslegir hagsmunir trúfélaga eru þannig settir ofar réttindum barna og foreldra. Kristilegt, ekki satt?
Allir Íslendingar verða skráðir í Vantrú Á síðasta stjórnarfundi ákvað stjórn Vantrúar að frá og með 1. mars verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú en þetta kemur fram á vefsíðu Vantrúar. 23. febrúar 2015 11:01
Vantrú barst tilkynning um lögsókn vegna gríns „Reiknuðum ekki með því að eitthvað fólk myndi ekki halda að þetta væri grín“ 23. febrúar 2015 18:10
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun