Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Konan verður í vikulöngu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fréttablaðið/Stefán Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira