Söngvakeppnin, saumsprettan og heimsfriðurinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2015 06:00 Fyrri heimsstyrjöldin var stríðið sem binda átti enda á stríð í eitt skiptið fyrir öll. Tveimur áratugum eftir að henni lauk hófst sú síðari. Æ síðan hefur sú þriðja aðeins verið álitin tímaspursmál. Það glittir í gamlar átakalínur kaldastríðsáranna. Allra augu eru nú á Úkraínu. Margir óttast að um sé að ræða upptakt að næsta stórstríði. En ættum við heldur að beina sjónum að Austurríki?Endalok Evrópu Á meðan sumir klóra sér í höfðinu yfir fréttum af þátttöku Ástralíu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem tilkynnt var um í vikunni varpa aðrir öndinni léttar yfir þátttöku annars ríkis. Rússum var ekki skemmt er þeir sátu yfir úrslitakvöldi Evróvisjón sem fram fór í Kaupmannahöfn í fyrra. Þegar Tom Neuwirth, betur þekktur sem dragdrottningin Conchita Wurst, sigraði í keppninni með laginu Rise Like a Phoenix var rússneskum yfirvöldum nóg boðið. „Úrslit Söngvakeppninnar eru ólíðandi,“ sagði Valery Rashkin, varaformaður Kommúnistaflokksins. „Við getum ekki umborið þessa firru lengur.“ Fleiri stjórnmálamenn tóku í sama streng. „Þetta eru endalok Evrópu,“ fullyrti þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovsky. „Hún er rotin. Fólk er ekki lengur hann og hún, heldur „það“.“ Ekki bætti úr skák að áhorfendur í keppnishöllinni púuðu á framlag Rússa. Hinar sautján ára gömlu tvíburasystur Anastasía og María sem í sakleysi sínu sungu ljóð um ástina fengu að finna fyrir reiði Evrópu vegna afskipta Rússa í Úkraínu. Rússum var nóg boðið. Nú yrði látið sverfa til stáls. Evrópskri samheldni eftir-kaldastríðsáranna var lokið. Þeir ákváðu að endurvekja sína gömlu söngvakeppni frá Sovéttímanum þar sem stúlkur voru stúlkur, strákar voru strákar og enginn gerði athugasemdir við útþenslustefnu yfirdrottnarans. Ekki aðeins kæmu þátttakendur frá fyrrum löndum Sovétríkjanna. Kína yrði líka með. En hvað varð um keppnina?Gjáin ekki orðin óyfirstíganleg Intervision-söngvakeppnin átti að fara fram í október síðastliðnum. Um leið og ljóst varð að ekki yrði af keppninni að sinni tilkynntu Rússar um þátttöku í Evróvisjón 2015. Bjartsýnisfólk kann að túlka þessa stefnubreytingu sem svo að enn sé ekki úti um friðarhorfur í Evrópu. Að þátttaka Rússa í Evróvisjón í Vín í maí sé sönnun þess að gjáin milli austurs og vesturs sé þrátt fyrir allt ekki orðin óyfirstíganleg. En friðurinn þolir lítið hnjask. Hann er jafnviðkvæmur og stolt Pútíns og siðferðiskennd ráðamanna Rússlands. Á morgun veljum við Íslendingar það lag sem keppir fyrir hönd okkar í Vín. Ekkert laganna sem til greina koma er líklegt til að valda svo miklu fjaðrafoki að stöðugleika Evrópu stafi ógn af. En maður veit aldrei. Það gæti komið til annarrar saumsprettu hjá Frikka Dór. Og Einar Ágúst gæti mætt í pilsinu sínu. Hugmyndaflugi mannsins virðast nefnilega engin takmörk sett þegar kemur að því að heyja ófrið.Tré í einskismannslandi Nýlega var sett upp sýning um fyrri heimsstyrjöldina – styrjöldina sem batt svo eftirminnilega ekki enda á stríð í eitt skipti fyrir öll – í stríðssögusafninu í London. Á sýningunni má sjá grip úr stríðinu sem ber vott um hugvitssemi mannsins umfram aðra. Ekki er hins vegar um að ræða eitt af fjölmörgum skotvopnum sýningarinnar, og ekki er það sprengja eða skriðdreki. Í einu horni sýningarinnar má berja augum stórt, lífvana tré. Við nánari skoðun kemur í ljós að tréð er ekki alvöru tré. Bolurinn er úr stáli og hann er holur að innan. Um er að ræða eins konar dulartré. Ef hermenn sáu tré í einskismannslandi milli skotgrafa stríðandi fylkinga sem var án laufskrúðs var listamaður fenginn til að teikna af því mynd. Farið var með myndina til handverksmanns sem bjó til nákvæma eftirlíkingu af trénu úr stáli. Um miðja nótt læddust hermenn að trénu í einskismannslandi, söguðu það niður og settu upp gervitréð í staðinn. Inni í hola stáltrénu gátu hermenn falið sig og njósnað um andstæðinginn. Það þarf hugmyndaflug til að taka skeggjaðan karlmann í kjól svo óstinnt upp að þíðan í kalda stríðinu verði aftur að svelli. En þegar kemur að ófriði virðist mannkynið búa yfir endalausu ímyndunarafli. Í gær var samið um vopnahlé í Úkraínu sem taka á gildi á morgun. Menn eru hóflega bjartsýnir á að það haldi. Ef maðurinn beitti hugarflugi sínu sem endurspeglast í njósnatrjám fyrri heimsstyrjaldarinnar til að vinna að friði en ekki stríði liti framtíðin öðruvísi út. Þá væri þriðja heimsstyrjöldin ekki svona raunhæfur möguleiki og friðarviðræður vegna stríðsins í Úkraínu árangursríkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fyrri heimsstyrjöldin var stríðið sem binda átti enda á stríð í eitt skiptið fyrir öll. Tveimur áratugum eftir að henni lauk hófst sú síðari. Æ síðan hefur sú þriðja aðeins verið álitin tímaspursmál. Það glittir í gamlar átakalínur kaldastríðsáranna. Allra augu eru nú á Úkraínu. Margir óttast að um sé að ræða upptakt að næsta stórstríði. En ættum við heldur að beina sjónum að Austurríki?Endalok Evrópu Á meðan sumir klóra sér í höfðinu yfir fréttum af þátttöku Ástralíu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem tilkynnt var um í vikunni varpa aðrir öndinni léttar yfir þátttöku annars ríkis. Rússum var ekki skemmt er þeir sátu yfir úrslitakvöldi Evróvisjón sem fram fór í Kaupmannahöfn í fyrra. Þegar Tom Neuwirth, betur þekktur sem dragdrottningin Conchita Wurst, sigraði í keppninni með laginu Rise Like a Phoenix var rússneskum yfirvöldum nóg boðið. „Úrslit Söngvakeppninnar eru ólíðandi,“ sagði Valery Rashkin, varaformaður Kommúnistaflokksins. „Við getum ekki umborið þessa firru lengur.“ Fleiri stjórnmálamenn tóku í sama streng. „Þetta eru endalok Evrópu,“ fullyrti þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovsky. „Hún er rotin. Fólk er ekki lengur hann og hún, heldur „það“.“ Ekki bætti úr skák að áhorfendur í keppnishöllinni púuðu á framlag Rússa. Hinar sautján ára gömlu tvíburasystur Anastasía og María sem í sakleysi sínu sungu ljóð um ástina fengu að finna fyrir reiði Evrópu vegna afskipta Rússa í Úkraínu. Rússum var nóg boðið. Nú yrði látið sverfa til stáls. Evrópskri samheldni eftir-kaldastríðsáranna var lokið. Þeir ákváðu að endurvekja sína gömlu söngvakeppni frá Sovéttímanum þar sem stúlkur voru stúlkur, strákar voru strákar og enginn gerði athugasemdir við útþenslustefnu yfirdrottnarans. Ekki aðeins kæmu þátttakendur frá fyrrum löndum Sovétríkjanna. Kína yrði líka með. En hvað varð um keppnina?Gjáin ekki orðin óyfirstíganleg Intervision-söngvakeppnin átti að fara fram í október síðastliðnum. Um leið og ljóst varð að ekki yrði af keppninni að sinni tilkynntu Rússar um þátttöku í Evróvisjón 2015. Bjartsýnisfólk kann að túlka þessa stefnubreytingu sem svo að enn sé ekki úti um friðarhorfur í Evrópu. Að þátttaka Rússa í Evróvisjón í Vín í maí sé sönnun þess að gjáin milli austurs og vesturs sé þrátt fyrir allt ekki orðin óyfirstíganleg. En friðurinn þolir lítið hnjask. Hann er jafnviðkvæmur og stolt Pútíns og siðferðiskennd ráðamanna Rússlands. Á morgun veljum við Íslendingar það lag sem keppir fyrir hönd okkar í Vín. Ekkert laganna sem til greina koma er líklegt til að valda svo miklu fjaðrafoki að stöðugleika Evrópu stafi ógn af. En maður veit aldrei. Það gæti komið til annarrar saumsprettu hjá Frikka Dór. Og Einar Ágúst gæti mætt í pilsinu sínu. Hugmyndaflugi mannsins virðast nefnilega engin takmörk sett þegar kemur að því að heyja ófrið.Tré í einskismannslandi Nýlega var sett upp sýning um fyrri heimsstyrjöldina – styrjöldina sem batt svo eftirminnilega ekki enda á stríð í eitt skipti fyrir öll – í stríðssögusafninu í London. Á sýningunni má sjá grip úr stríðinu sem ber vott um hugvitssemi mannsins umfram aðra. Ekki er hins vegar um að ræða eitt af fjölmörgum skotvopnum sýningarinnar, og ekki er það sprengja eða skriðdreki. Í einu horni sýningarinnar má berja augum stórt, lífvana tré. Við nánari skoðun kemur í ljós að tréð er ekki alvöru tré. Bolurinn er úr stáli og hann er holur að innan. Um er að ræða eins konar dulartré. Ef hermenn sáu tré í einskismannslandi milli skotgrafa stríðandi fylkinga sem var án laufskrúðs var listamaður fenginn til að teikna af því mynd. Farið var með myndina til handverksmanns sem bjó til nákvæma eftirlíkingu af trénu úr stáli. Um miðja nótt læddust hermenn að trénu í einskismannslandi, söguðu það niður og settu upp gervitréð í staðinn. Inni í hola stáltrénu gátu hermenn falið sig og njósnað um andstæðinginn. Það þarf hugmyndaflug til að taka skeggjaðan karlmann í kjól svo óstinnt upp að þíðan í kalda stríðinu verði aftur að svelli. En þegar kemur að ófriði virðist mannkynið búa yfir endalausu ímyndunarafli. Í gær var samið um vopnahlé í Úkraínu sem taka á gildi á morgun. Menn eru hóflega bjartsýnir á að það haldi. Ef maðurinn beitti hugarflugi sínu sem endurspeglast í njósnatrjám fyrri heimsstyrjaldarinnar til að vinna að friði en ekki stríði liti framtíðin öðruvísi út. Þá væri þriðja heimsstyrjöldin ekki svona raunhæfur möguleiki og friðarviðræður vegna stríðsins í Úkraínu árangursríkari.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun