Hinn fullkomni herbergisfélagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2015 06:00 Aðra hverja viku er allt á fullu. Eftir að hafa sótt krakkana síðastur allra foreldra, hundleiðinleg staðreynd – ég veit, tekur við full dagskrá þangað til komið er í draumaheiminn. Þá er líf og fjör, með tilheyrandi hlátri og gráti og sjaldnast tími til að velta einu né neinu fyrir sér. Hin vikan er rólegri og stundum einmanaleg. Væri ég barnlaus gæti ég vel hugsað mér að leigja með einhverjum. Sú skoðun mótast vafalítið af því að einu sinni leigði ég með strák sem kemst nálægt því að vera hinn fullkomni meðleigjandi. Nei, líklega var hann það. Þrátt fyrir að vera báðir í meistaranámi í verkfræði og hafa áhuga íþróttum vorum við og erum um margt ólíkir. Hann úr sveit og ég úr borg. Hann fastur fyrir og ég í meira lagi meðvirkur. Hann lágvaxinn og ég öllu hærri. Mikki og Guffi. Ég held að við höfum lært ýmislegt hvor af öðrum á milli þess sem við skemmtum okkur, iðulega grenjandi úr hlátri. Ég, sem hafði alla tíð búið á hótel mömmu, fékk skólun í að standa á eigin fótum. Ef ég stóð ekki í stykkinu þá sagði hann mér það – og ég hafði gott af því. Þess á milli uppgötvuðum við nýjan bjór, tókum ástfóstri við Seinfeld, átum yfir okkur af frosinni pitsu, grilluðum í bankafulltrúanum okkar og síðar með honum, gauluðum í karókí, drógum vagninn í utandeildarliðinu og gáfum hvor öðrum næði til náms sem vissulega þurfti að sinna. Ég trúi varla að það séu að verða liðin tíu ár síðan við héldum utan til Seattle til móts við Alan og Dan, „fósturfjölskylduna okkar“. Þeir reyndust svo sannarlega vera hommar, öðrum okkar til mikillar furðu, og urðu okkar stoð og stytta fyrstu vikuna. Yndislegir menn og vinir fyrir lífstíð. Hið sama, hið síðarnefnda hið minnsta, má segja um okkur herbergisfélagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Aðra hverja viku er allt á fullu. Eftir að hafa sótt krakkana síðastur allra foreldra, hundleiðinleg staðreynd – ég veit, tekur við full dagskrá þangað til komið er í draumaheiminn. Þá er líf og fjör, með tilheyrandi hlátri og gráti og sjaldnast tími til að velta einu né neinu fyrir sér. Hin vikan er rólegri og stundum einmanaleg. Væri ég barnlaus gæti ég vel hugsað mér að leigja með einhverjum. Sú skoðun mótast vafalítið af því að einu sinni leigði ég með strák sem kemst nálægt því að vera hinn fullkomni meðleigjandi. Nei, líklega var hann það. Þrátt fyrir að vera báðir í meistaranámi í verkfræði og hafa áhuga íþróttum vorum við og erum um margt ólíkir. Hann úr sveit og ég úr borg. Hann fastur fyrir og ég í meira lagi meðvirkur. Hann lágvaxinn og ég öllu hærri. Mikki og Guffi. Ég held að við höfum lært ýmislegt hvor af öðrum á milli þess sem við skemmtum okkur, iðulega grenjandi úr hlátri. Ég, sem hafði alla tíð búið á hótel mömmu, fékk skólun í að standa á eigin fótum. Ef ég stóð ekki í stykkinu þá sagði hann mér það – og ég hafði gott af því. Þess á milli uppgötvuðum við nýjan bjór, tókum ástfóstri við Seinfeld, átum yfir okkur af frosinni pitsu, grilluðum í bankafulltrúanum okkar og síðar með honum, gauluðum í karókí, drógum vagninn í utandeildarliðinu og gáfum hvor öðrum næði til náms sem vissulega þurfti að sinna. Ég trúi varla að það séu að verða liðin tíu ár síðan við héldum utan til Seattle til móts við Alan og Dan, „fósturfjölskylduna okkar“. Þeir reyndust svo sannarlega vera hommar, öðrum okkar til mikillar furðu, og urðu okkar stoð og stytta fyrstu vikuna. Yndislegir menn og vinir fyrir lífstíð. Hið sama, hið síðarnefnda hið minnsta, má segja um okkur herbergisfélagana.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun