Staða sem ekki er forsvaranleg Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Loðnutonn í sjó eru sýnd veiði en ekki gefin eins og útgerðarmenn landsins reyna nú á eigin skinni. Undir eru miklir hagsmunir. Loðnukvótinn var aukinn undir janúarlok eftir mælingar, en nú er sú staða uppi að aðeins hefur veiðst um fimmtungur heildarkvótans og líklegt að söluverðmæti þess sem eftir er að veiða sé einhvers staðar nálægt 30 milljörðum króna. Það munar um minna. Bræla og óhefðbundin hegðun loðnunnar setur strik í reikninginn og útgerðarmenn óttast að ná ekki veiðinni á land. Þannig kom fram í Fréttablaðinu í vikunni að aflamark HB Granda í loðnu væri um 72.000 tonn, sem að stærstum hluta væru óveidd. „Þau tonn eru enn í sjó en ekki á bankabók,“ var haft eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra HB Granda sem er ein fimm útgerða sem eiga þrjá fjórðu aflahlutdeildarinnar. Staðreyndin er að sérfræðingar standa á gati yfir framferði loðnustofnsins sem um þessar mundir ætti að vera á hraðferð austur og suður fyrir landið á hrygningarslóðir en virðist í staðinn hafa stoppað fyrir norðan land. Miðað við reynslu fyrri ára ætti loðnan að vera að veiðast úti fyrir suðaustur- og suðurströnd landsins. „Þetta er svo óvenjulegt að það er óforsvaranlegt að vera ekki á svæðinu við rannsóknir, og til að fylgjast náið með þessu,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, í viðtali um málið í Fréttablaðinu í gær. Ekki sé vitað hvað sé raunverulega í gangi. „Þetta er allt öðruvísi en við erum vanir að sjá og gerbreytt, virðist vera, þetta göngumynstur á loðnunni.“ Þá er haft eftir Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, að vissulega væri full ástæða til að halda úti hafrannsóknaskipi til rannsókna fyrir norðan vegna þessarar breyttu hegðunar loðnunnar. „En þetta er víst sá stakkur sem okkur er sniðinn til hafrannsókna og þess utan margt annað sem við vildum rannsaka,“ segir hann í blaðinu um leið og Sveinn Sveinbjörnsson bætir við að „alveg hrikalegt“ sé að geta ekkert fylgst með þróun mála. Nú má vera að sá floti, sem att hefur verið norður fyrir land í viðleitni til að ná aflanum á land áður en það verður of seint, hafi að einhverju marki erindi sem erfiði og ástæða er til að vona að svo verði. En að fiskveiðiþjóð sem gumar af því á tyllidögum að standa í fremstu röð í heiminum þegar kemur að rannsóknum í sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun skuli þurfa að reiða sig alfarið á guð og lukkuna þegar upp kemur óþekkt ástand er náttúrlega út í hött. Auðvitað er algjörlega galið að þjóð sem reiðir sig á sjávarútveg í jafnmiklum mæli og hér er gert skuli ekki standa sómasamlega að rannsóknum á auðlindinni. Að skattrannsóknum ólöstuðum hefði maður talið að full ástæða væri til að beina fjármagni til þeirra stofnana sem hafa eiga puttann á púlsinum þegar kemur að auðlindum hafsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Spá 1,1% aukningu hagvaxtar vegna meiri loðnukvóta Landsbankinn spáir 5,4 prósent hagvexti á þessu ári. 3. febrúar 2015 17:29 Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar Loðnukvótinn verður aukinn um 320.000 tonn frá upphaflegri ráðgjöf og heildarkvótinn verður því 580.000 tonn. Tæp 75% loðnukvótans sem Íslendingar fá í sinn hlut falla aðeins fimm útgerðarfyrirtækjum í skaut. 31. janúar 2015 07:00 Bréf í HB Granda hækka vegna aukins loðnukvóta Velta með hlutabréf í HB Granda var 1,5 milljarður fyrir hádegi í dag, mánudag. 2. febrúar 2015 11:56 Loðnuvertíðin í voða Loðnan gengur ekki austur fyrir land. Fiskifræðingar vita ekki hvað veldur. Eyjamenn gætu orðið af hundruðum milljóna. 10. febrúar 2015 12:29 Ekki fé til að rannsaka undarlega hegðun loðnunnar Sjómenn jafnt og vísindamenn Hafrannsóknastofnunar velta fyrir sér breyttu göngumynstri loðnu við landið. Helsti loðnusérfræðingur Hafró segir það óforsvaranlegt að vera ekki á svæðinu við rannsóknir. Forstjóri Hafró tekur undir það en fjármagn sé ekki fyrir hendi. 11. febrúar 2015 10:10 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Loðnutonn í sjó eru sýnd veiði en ekki gefin eins og útgerðarmenn landsins reyna nú á eigin skinni. Undir eru miklir hagsmunir. Loðnukvótinn var aukinn undir janúarlok eftir mælingar, en nú er sú staða uppi að aðeins hefur veiðst um fimmtungur heildarkvótans og líklegt að söluverðmæti þess sem eftir er að veiða sé einhvers staðar nálægt 30 milljörðum króna. Það munar um minna. Bræla og óhefðbundin hegðun loðnunnar setur strik í reikninginn og útgerðarmenn óttast að ná ekki veiðinni á land. Þannig kom fram í Fréttablaðinu í vikunni að aflamark HB Granda í loðnu væri um 72.000 tonn, sem að stærstum hluta væru óveidd. „Þau tonn eru enn í sjó en ekki á bankabók,“ var haft eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra HB Granda sem er ein fimm útgerða sem eiga þrjá fjórðu aflahlutdeildarinnar. Staðreyndin er að sérfræðingar standa á gati yfir framferði loðnustofnsins sem um þessar mundir ætti að vera á hraðferð austur og suður fyrir landið á hrygningarslóðir en virðist í staðinn hafa stoppað fyrir norðan land. Miðað við reynslu fyrri ára ætti loðnan að vera að veiðast úti fyrir suðaustur- og suðurströnd landsins. „Þetta er svo óvenjulegt að það er óforsvaranlegt að vera ekki á svæðinu við rannsóknir, og til að fylgjast náið með þessu,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, í viðtali um málið í Fréttablaðinu í gær. Ekki sé vitað hvað sé raunverulega í gangi. „Þetta er allt öðruvísi en við erum vanir að sjá og gerbreytt, virðist vera, þetta göngumynstur á loðnunni.“ Þá er haft eftir Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, að vissulega væri full ástæða til að halda úti hafrannsóknaskipi til rannsókna fyrir norðan vegna þessarar breyttu hegðunar loðnunnar. „En þetta er víst sá stakkur sem okkur er sniðinn til hafrannsókna og þess utan margt annað sem við vildum rannsaka,“ segir hann í blaðinu um leið og Sveinn Sveinbjörnsson bætir við að „alveg hrikalegt“ sé að geta ekkert fylgst með þróun mála. Nú má vera að sá floti, sem att hefur verið norður fyrir land í viðleitni til að ná aflanum á land áður en það verður of seint, hafi að einhverju marki erindi sem erfiði og ástæða er til að vona að svo verði. En að fiskveiðiþjóð sem gumar af því á tyllidögum að standa í fremstu röð í heiminum þegar kemur að rannsóknum í sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun skuli þurfa að reiða sig alfarið á guð og lukkuna þegar upp kemur óþekkt ástand er náttúrlega út í hött. Auðvitað er algjörlega galið að þjóð sem reiðir sig á sjávarútveg í jafnmiklum mæli og hér er gert skuli ekki standa sómasamlega að rannsóknum á auðlindinni. Að skattrannsóknum ólöstuðum hefði maður talið að full ástæða væri til að beina fjármagni til þeirra stofnana sem hafa eiga puttann á púlsinum þegar kemur að auðlindum hafsins.
Spá 1,1% aukningu hagvaxtar vegna meiri loðnukvóta Landsbankinn spáir 5,4 prósent hagvexti á þessu ári. 3. febrúar 2015 17:29
Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar Loðnukvótinn verður aukinn um 320.000 tonn frá upphaflegri ráðgjöf og heildarkvótinn verður því 580.000 tonn. Tæp 75% loðnukvótans sem Íslendingar fá í sinn hlut falla aðeins fimm útgerðarfyrirtækjum í skaut. 31. janúar 2015 07:00
Bréf í HB Granda hækka vegna aukins loðnukvóta Velta með hlutabréf í HB Granda var 1,5 milljarður fyrir hádegi í dag, mánudag. 2. febrúar 2015 11:56
Loðnuvertíðin í voða Loðnan gengur ekki austur fyrir land. Fiskifræðingar vita ekki hvað veldur. Eyjamenn gætu orðið af hundruðum milljóna. 10. febrúar 2015 12:29
Ekki fé til að rannsaka undarlega hegðun loðnunnar Sjómenn jafnt og vísindamenn Hafrannsóknastofnunar velta fyrir sér breyttu göngumynstri loðnu við landið. Helsti loðnusérfræðingur Hafró segir það óforsvaranlegt að vera ekki á svæðinu við rannsóknir. Forstjóri Hafró tekur undir það en fjármagn sé ekki fyrir hendi. 11. febrúar 2015 10:10
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun