Lítur út fyrir að hann sé með gorm undir fótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Stefan Bonneau hefur byrjað frábærlega með Njarðvíkurliðinu. vísir/stefán Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn