Lítur út fyrir að hann sé með gorm undir fótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Stefan Bonneau hefur byrjað frábærlega með Njarðvíkurliðinu. vísir/stefán Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira