Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Eftir því sem tíminn líður frá andláti móður hennar sér Urður sífellt betur hve skelfilegur tími þetta var, bæði fyrir hana og móður hennar. vísir/valli Móðir Urðar Ólafsdóttur lést í sumar, 94 ára gömul, eftir að hafa fengið þjónustu í sex ár frá kerfinu. Urður segir þennan tíma hafa einkennst af átökum, álagi og áhyggjum. Eftir mikla umfjöllun fjölmiðla og fagfólks undanfarið um langa biðlista aldraðra inn á hjúkrunarheimili og í þjónustuíbúðir vill Urður að önnur hlið málsins fái að heyrast. Hún segir nefnilega vandann ekki hverfa þegar fólk er komið með hjúkrunarpláss því umönnunin, samskiptin og andrúmsloftið á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Móðir hennar var í nokkur ár í þjónustuíbúð þar sem hún þurfti töluverða umönnun og á hjúkrunarheimili síðasta árið. „Það var sárt að horfa upp á mömmu brotna smátt og smátt saman þegar ekki var hlustað á óskir hennar, komið fram við hana af vanvirðingu og talað við hana eins og smábarn. Ég viðurkenni fúslega að mamma var skapmanneskja, hún lét í sér heyra og líklega átti hún við geðraskanir að stríða í restina. En hversu erfiðir sem sjúklingar eru ber okkur skylda til að sýna virðingu, umburðarlyndi og vera kurteis við gamalt fólk sem á að fá að líða vel síðustu æviárin.“Sífellt að pissa á sig Urður lýsir vist móður sinnar, fyrst í þjónustuíbúðinni og síðar á hjúkrunarheimilinu. „Það var hreytt í hana og talað niður til hennar. Það var eins og hún færi í taugarnar á þeim. Hún var sett í rimlarúm og í hjólastól með belti, líklega til að einfalda vinnu þeirra og eftir það gekk hún ekki meir. Það var örugglega ekki tími til að ganga með henni í göngugrindinni. Ég kom oft að henni að reyna að skera beltið með skærum eða hníf. Stærsta vandamál mömmu var tíðar klósettferðir, eins og er gjarnan hjá eldra fólki. Hún var alltaf látin bíða svo lengi eftir aðstoð að yfirleitt pissaði hún á sig. Ég trúði þessu varla en svo varð ég vitni að þessu. Hún kallaði á korters fresti fram en fékk þau svör að hún þyrfti að bíða aðeins. Að þær væru í rapporti. Svo eftir þrjú korter kemur starfskona inn í herbergið á fleygiferð, rífur af henni sængina og segir: „Hvað! Ertu ekki með þykkt stykki á þér?“ Hún mátti sem sagt bara pissa á sig. Annað skipti var henni skellt á klósettið klukkan ellefu, en þá hafði hún beðið frá því klukkan átta um morguninn og auðvitað löngu orðin hlandblaut upp að öxlum. Hún var beðin um að láta stúlkuna fá tennurnar úr sér og því næst kom önnur og tróð morgunlyfjunum upp í hana þar sem hún sat á salerninu. Þarna var dóttir hennar viðstödd, hvernig hagar fólk sér þegar vistmaður er einn?“ Vegna biðarinnar var móðir Urðar oft hlandblaut og brugðu starfsmenn á það ráð að setja hana í samfesting svo auðveldara væri að skipta um bleyju á henni. „Samfestingarnir voru hnepptir með stórum tölum á bakinu sem stungust inn í hana eftir öllum hryggnum. Ég fór beint heim og saumaði þægilegri galla. En málið er að hún hafði alveg stjórn á þvaginu, það virtist bara vera of mikið vesen að vera sífellt að fara með hana á salernið. Þá var betra að skella á hana bleyju og setja hana í galla. Þarna er engin virðing fyrir manneskjunni. Það sama var uppi á tengingum þegar það kom að böðun. Þarna komu tvær ungar stúlkur í hvítum stígvélum og með svuntu eins og þær væru á leiðinni í sláturhús og ætluðu að baða hana. Hún sagðist ekki vilja fara í bað, orgaði og grenjaði, en þær toguðu hana bara úr rúminu. Hún horfði á mig og orgaði hvort ég ætlaði að láta þetta viðgangast. Ég dofnaði bara upp.“ Annað sem Urður tók eftir var að móðir hennar varð sífellt sljórri og greinilega sífellt meiri lyfjum dælt í hana. „Það var orðið sama hvenær maður kom til hennar, hún var alltaf í lyfjarússi. Tilfinning mín er sú að það hafi verið til þess að hún væri meira til friðs. Ég varð oft vitni að því að starfsfólkið reyndi að láta lítið fyrir sér fara svo hún myndi ekki kalla. Þær læddust inn í herbergið hennar og laumuðust í lyfjaskápinn og pössuðu að styggja hana ekki. Henni var rúllað inn á setustofu og stillt upp við gluggann með bakið í hurðina svo hún sæi þær ekki. Þær læddust um svo þær þyrftu ekki að tala við hana og ég sver það, ég hélt að hjarta mitt myndi bresta þegar ég varð vitni að þessu – ítrekað. Enda sagði mamma við mig: „Urður mín, það er komið betur fram við hunda en okkur. Þeir eru allavega viðraðir á hverjum degi.“vísir/valliErfið barátta í ellinni Þessi tími var erfiður fyrir Urði. Hún veiktist sjálf og var við dauðans dyr. Þegar hún er spurð beint út í tilfinningar sínar klökknar hún. Það er greinilega enn stutt í sársaukann. „Maður berst fársjúkur í ellinni til að aldraðir foreldrar manns fái mannsæmandi þjónustu. Ég bað ekki um meira og ekki hún heldur. Hún vildi fá að sofa, borða og fara á klósettið. Að lokum fékk hún pláss á hjúkrunarheimili og ég sagði henni að hún fengi að deyja í góðri þjónustu. Sú þjónusta olli mér líka miklum vonbrigðum. Undir lokin, tveimur dögum áður en hún dó, þegar hún átti að vera í líknandi meðferð, sat hún í setustofunni með tennurnar út úr sér og út úr heiminum. Það er ekki líknandi meðferð. Það er ekki mannsæmandi meðferð.“ Urður vill sjá meiri samvinnu milli starfsfólks og aðstandenda enda séu aðstandendur allir af vilja gerðir að láta ástvinum sínum líða sem best. Aðalvandinn sé þó of fátt starfsfólk. „Maður sér unga fólkið fara heim úr vinnu hokið af þreytu og álagi. Kannski veldur það erfiðara skapi og minni þolinmæði. En enginn af okkur sem erum lifandi í dag viljum fá svona þjónustu. Það verður að verða hugarfarsbreyting hjá þjóðinni.“ Hvernig líður þér að horfa til ævikvöldsins eftir þína reynslu? „Af hverju heldur þú að ég sé að tala við þig, elskan? Ég kvíði svo hrikalega fyrir því.“ Tímaskortur og tungumálaörðugleikarNiðurstöður rannsóknar Sigurlaugar Hrafnkelsdóttur á ónefndu hjúkrunarheimili árið 2010Jákvæð og regluleg samskipti vistmanna hjúkrunarheimila við starfsmenn, sem byggjast á virðingu og umhyggju, er grunnur að vellíðan þeirra. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur starfsfólks kemur oft í veg fyrir slík samskipti. Yfir helmingur starfsfólksins á heimilinu var af erlendu bergi brotinn og átti flest erfitt með að tjá sig á íslensku. Þrátt fyrir mikinn velvilja þá myndaði lítil íslenskukunnátta erfiða gjá í samskiptum sem jók á einmanakennd og vanlíðan vistmanna auk tilfinningar um afskiptaleysi. Íslenska starfsfólkið var lítið betur sett sökum tímaleysis. Annríki og mikið starfsálag olli því að starfsmenn fengu ekki það svigrúm og tíma með vistmönnum sem þeir þyrftu fyrir samskipti. Vistmenn og starfsmenn benda á að ekki sé gert ráð fyrir að starfsmenn gefi sig á tal við vistmenn heldur sé aðhlynningin fyrst og fremst líkams- og hjúkrunarmiðuð.➜ Dæmi úr viðtölum við vistmenn„Það er afskaplega yndislegt ef hjúkrunarfólkið gefur sér tíma til að stoppa aðeins hjá manni og ræða við mann. Það er svo ótrúlegt hvað það getur gefið manni.“ „Það eru ekki allir sem aðstoða mann, sumir eru með voðaleg læti eða koma ekki alveg eins og skot. Þær eru góðar en stundum getur verið það mikið að gera hjá þeim.“ „Ég er hér vistmanneskja, þær eru að vinna hérna, svo koma hjúkrunarkonurnar og svo koma læknarnir. Þetta eru allt svona þröskuldar. Ég held að það sé ekkert frekar hér en annars staðar. Þjóðfélagið hefur þróast einhvern veginn þannig. Þetta er ekki eins og það var í gamla daga, þá var svo mikil samheldni og virðing á meðal fólksins.“ Guðrún segir þjónustu við fatlað fólk vera komna mun lengra en þjónustu við aldraða.vísir/valliÓtti við að styggja starfsfólk Guðrún V. Stefánsdóttir hefur undanfarin ár kynnst kerfinu sem tekur við öldruðum á Íslandi. Stjúpi hennar hefur verið á hjúkrunarheimilum og móðir hennar, sem er nýlega látin, þurfti að bíða í þrjá mánuði á spítala eftir plássi en sá tími reyndist bæði henni og dætrum hennar erfiður. Eftir þessa reynslu segir Guðrún sig hrylla við að vera næsta kynslóð sem þurfi á á öldrunarþjónustu að halda. „Ég finn að allt er reynt að gera fyrir fólkið og starfsmenn vilja vel en það eru ýmsir hlutir sem eru ekki fólki bjóðandi. Til dæmis að árið 2015 sé fólk enn í tvíbýli á öldrunarstofnunum. Það er erfitt að sjá foreldra sína ekki fá þá þjónustu sem þeir þurfa hvað varðar umönnun en einnig mannlega þáttinn. Til dæmis er sárt að sjá umganginn á þeim breytast, á þann hátt að það er langt fyrir neðan þeirra virðingu. Maður situr uppi með einhvers konar sektarkennd og spyr sig hvort maður hefði getað barist meira. Í hvert skipti sem ég kvaddi mömmu og nú stjúpa minn þá hugsa ég að ég þurfi að taka þau með mér heim. Það er þessi óþægilega tilfinning. Ég upplifði sama vanmátt hjá mömmu á meðan hún var enn heima. Þá þurfti hún í auknum mæli að biðja okkur dætur sínar um aðstoð í stað þess að fá þá nauðsynlega aðstoð frá kerfinu. Hún hafði alltaf hlutverkið að gera allt fyrir okkur og passa upp á okkur – og var mjög sjálfstæð kona. Það var ekki fyrir hana að vera upp á gæsku annarra komin.“ Guðrún er dósent í fötlunarfræðum og kennir við Háskóla Íslands. Hún segir þjónustu við fatlað fólk vera komna mun lengra en þjónustu við aldraða. „Fatlað fólk er orðið sterkur baráttuhópur og hafa orðið miklar breytingar á þjónustunni. Sérstaklega er notendastýrð persónuleg þjónusta, þar sem fatlað fólk er sjálft við stjórnvölinn, flott framfaraskref. Svona þyrfti þetta að vera hjá gömlu fólki. Af hverju þarf það að fara inn á svona stórar stofnanir? Það gæti vel búið í litlum einingum og fengið aðstoð. Það þarf algjörlega að stokka þetta fyrirkomulag upp. En þetta er ekki sterkur þrýstihópur og aðstandendur eru það ekki heldur á meðan þeir standa í þessu. Bæði er maður óundirbúinn en einnig fær maður þessa tilfinningu að vilja ekki styggja neinn af ótta við að fólkið manns fái verri þjónustu.“Ingveldur segir að móður sinni hafi ítrekað verið rúllað upp að glugga eða jafnvel sjónvarpi með stillimyndinni.vísir/valliStillt fyrir framan sjónvarpið Eftir að móðir Ingveldar Kristinsdóttur var flutt á deild með aukinni þjónustu hrakaði henni gífurlega og Ingveldi fannst mörgu ábótavant í umönnuninni. „Í fyrsta lagi var hún með alltof veiku fólki á deild, flestu heilabiluðu, og því hef ég aldrei skilið af hverju hún var flutt. Kannski þurfti að losa pláss á hinni deildinni enda var þetta gert í þvílíkum látum. En þetta varð til þess að hún náði engu sambandi við neinn og hún hjaðnaði niður. Einnig var henni alltaf kalt en samt var hún með nóg af hlýjum fötum. Hún var sett strax í hjólastól og hætt var að gefa henni tíma til að labba um til að halda í smá hreyfingu. Henni var ítrekað rúllað upp að glugga eða jafnvel að sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara. Þetta fannst mér ömurlegt. Einnig drakk hún alltof lítið og lenti í vanda út af því.“ Ingveldur segir þennan tíma hafa einkennst af áhyggjum og álagi og hafi hún reynt að koma áhyggjum sínum áfram til starfsfólksins. „Ég var alltaf að tala um þetta við starfsfólkið en þá benti það hvert á annað. Talaði um vaktaskipti og skipulag. Maður gafst bara upp en mér leið aldrei eins og hún væri í öruggum höndum. Svo grunar mig að það hafi verið dælt í hana töflum. Hún varð svo sljó, ætli það hafi ekki verið svefntöflur og slakandi. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að sjá til þess að fólki líði vel síðustu árin sín og stór hluti af því er að koma fram við það af meiri virðingu.“Anna Birna JensdóttirHvað segir fagfólkið um ástand mála á hjúkrunarheimilum og vaxandi fjölda aldraðra í íslensku samfélagi?Hugmyndafræðin þarf að byggja á vellíðanAnna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns hjúkrunarheimilis Endurskoða þarf verðmæti þeirra starfa sem unnin eru á hjúkrunarheimilum. Þar vinna fyrst og fremst kvennastéttir, þar á meðal þær lægst launuðu í okkar samfélagi. Þessu þarf að breyta. Ef ekki er gerð bragarbót á launakjörum fást fáir aðrir til þessara starfa nema hugsanlega innflutt vinnuafl meðan það er að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði og læra tungumálið. Kröfur til hjúkrunarheimila þurfa að vera skýrar og það þarf að leggja sérstaka áherslu á mannauðinn. Hugmyndafræðin að baki þjónustu við íbúa á hjúkrunarheimili þarf að hafa vellíðan íbúanna í fyrirrúmi og vinna að því með öllum tiltækum ráðum og þekkingu að efla lífsgæði við þessar aðstæður á síðustu árum lífs. Þessi hugmyndafræði þarf að ná til efstu stjórnsýslunnar þegar fjárlög eru ákvörðuð til reksturs þjónustunnar alla leið til þeirra sem annast fólkið. Til að mæta fjölgun aldraðra þarf að móta langtímastefnu í málaflokknum. Íslensk stjórnvöld vita vel hversu margir verða aldraðir á næstu árum og þar með er vel hægt að skipuleggja og byggja upp þjónustuna út frá því. Við erum pínulítið land, ef sveitarfélög í sömu stærð í nágrannalöndunum ráða við þetta, þá ættum við að gera það líka.Kröfur um aukinn sparnað og aukna þjónustu Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Það þarf að tryggja nægan fjölda hjúkrunarfræðinga við störf á hjúkrunarheimilum. Nýlega gaf landlæknir út ný viðmið varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum. Var þar lagt til að hækka þyrfti hlutfall hjúkrunarfræðinga af heildarstöðugildafjölda starfsmanna sem veita umönnun. Raunin er hins vegar sú að síðustu árin hefur verið dregið úr mönnun hjúkrunarfræðinga en aukið við mönnun minna menntaðs starfsfólks eða jafnvel ófaglærðra sem er alveg þvert á viðmið landlæknis. Hjúkrunarheimilin náðu, mörg hver, ekki að uppfylla fyrri viðmið landlæknis sem þó voru lægri. Vandamálið liggur, að hluta til, í því að daggjöld til hjúkrunarheimila eru of lág og í engu samræmi við þá þjónustu sem veita þarf eldri borgurum í hjúkrunarrýmum. Þarna fer ekki saman krafan um aukinn sparnað í þessum geira og auknar kröfur um hjúkrunarþjónustu.Berglind MagnúsdóttirUmönnun foreldra í kjarasamninga Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur og skrifstofstjóri Þjónustu heim hjá Reykjavíkurborg Til að takast á við fjölgun aldraðra í framtíðinni þarf að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, fleiri þróunarverkefni og meiri tengingu við háskólasamfélagið og atvinnulífið. Við verðum að nýta tæknilausnir í auknum mæli en borgin tekur einmitt nú þátt í verðlaunasamkeppni höfuðborga Norðurlanda um tæknilausnir fyrir aldraða og fatlað fólk. Forvarnir eru einnig mikilvægar, endurhæfing og aðstoð fólks til sjálfshjálpar. Ég vona að meðvitund um að fólk þurfi meiri aðstoð frá fjölskyldu sinni verði meiri og að í kjarasamningum verði samið um ákveðinn fjölda daga á ári sem starfsmaður má sinna öldruðum foreldrum sínum. Þar sem sífellt er erfiðara að fá fagfólk til starfa á hjúkrunarheimilum vona ég að við munum ná að sannfæra ungt fólk um hvað það er skemmtilegt og gefandi að aðstoða aldraða, að talað verði um þau störf af virðingu og þau metin sem ein mikilvægustu störf sem unnin eru.Dr. Ingibjörg HjaltadóttirHlutverk hjúkrunarheimila að sinna líknarmeðferðDr. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun Rannsóknir mínar sýndu að 17 af 20 gæðavísum færu versnandi á hjúkrunarheimilum á Íslandi á árunum 2003-2009. Svo var gert átak í þeim málum og ástandið lagaðist vissulega. Ég hef þó enn miklar áhyggjur af heimilunum. Árið 2008 breyttust reglur um hverjir mættu fara inn, viðmiðin eru nú strangari og vistmenn eru mun veikari. Dvalartími hefur styst og helmingur íbúa deyr á hverju ári. Hjúkrunarheimili í dag eru því mikið að veita líknandi þjónustu og sinna deyjandi fólki, þjónustan er orðin flóknari og mun mannfrekari. Því er forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilunum. Ef aðeins þeir veikustu fara á hjúkrunarheimilin verður einnig að tryggja nægilega þjónustu heima fyrir. Því þar er fólk einnig veikara en áður. Það er skylda ríkisins að fólk upplifi öryggi heima eða þar til það þarf að leggjast inn á hjúkrunarheimili – og þau umskipti þurfa að gerast mjög hratt því þá er fólk orðið svo alvarlega veikt. Tengdar fréttir Samræður aldraðra bæta andlega og líkamlega heilsu Samkomur aldraðra, þar sem menn ræða um það sem fylgir því að eldast, og heimsóknir frá heimaþjónustu geta komið í veg fyrir heilsuvandamál hjá þeim sem eru eldri en 80 ára. Þetta eru niðurstöður rannsókna við Háskólann í Gautaborg. 6. mars 2014 10:02 Velferðarkerfið er á tímamótum Stella K. Víðisdóttir var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í átta ár og segir nauðsynlegt að innleiða nýja hugsun í velferðarþjónustu. 15. nóvember 2014 09:00 Efnaminni eldri borgarar hafa ekki ráð á heyrnartækjum Dæmi eru um að efnaminni eldri borgarar hafi ekki efni á nauðsynlegum heyrnartækjum eða tannlækningum. "Mismunun,“ að mati formanns Félags eldri borgara þar sem þeir sem hafi minna milli handanna fari á mis við aukin lífsgæði. 21. október 2014 07:00 Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Eldri borgarar sem hafa ekki efni á mat eða lyfjum leita til hjálparstofnana. Formaður Mæðrastyrksnefndar segir hópinn hafa stækkað mikið frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir var tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. 22. október 2014 07:00 Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. 4. febrúar 2015 07:00 Vandamálið sem enginn talar um Ljóst er að fjölga þarf hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um allt að 1.700 á næstu 15 árum og nemur kostnaður vegna þessa um 54 milljörðum króna. Af þessum fjölda eru um 1.100 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru staðreyndirnar sem stjórnmálamenn forðast að ræða, enda aldrei vinsælt að ræða um málefni aldraðra, hóps sem gerir litlar kröfur og er aldrei hávær. 15. mars 2014 07:00 Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. 4. desember 2014 09:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Móðir Urðar Ólafsdóttur lést í sumar, 94 ára gömul, eftir að hafa fengið þjónustu í sex ár frá kerfinu. Urður segir þennan tíma hafa einkennst af átökum, álagi og áhyggjum. Eftir mikla umfjöllun fjölmiðla og fagfólks undanfarið um langa biðlista aldraðra inn á hjúkrunarheimili og í þjónustuíbúðir vill Urður að önnur hlið málsins fái að heyrast. Hún segir nefnilega vandann ekki hverfa þegar fólk er komið með hjúkrunarpláss því umönnunin, samskiptin og andrúmsloftið á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Móðir hennar var í nokkur ár í þjónustuíbúð þar sem hún þurfti töluverða umönnun og á hjúkrunarheimili síðasta árið. „Það var sárt að horfa upp á mömmu brotna smátt og smátt saman þegar ekki var hlustað á óskir hennar, komið fram við hana af vanvirðingu og talað við hana eins og smábarn. Ég viðurkenni fúslega að mamma var skapmanneskja, hún lét í sér heyra og líklega átti hún við geðraskanir að stríða í restina. En hversu erfiðir sem sjúklingar eru ber okkur skylda til að sýna virðingu, umburðarlyndi og vera kurteis við gamalt fólk sem á að fá að líða vel síðustu æviárin.“Sífellt að pissa á sig Urður lýsir vist móður sinnar, fyrst í þjónustuíbúðinni og síðar á hjúkrunarheimilinu. „Það var hreytt í hana og talað niður til hennar. Það var eins og hún færi í taugarnar á þeim. Hún var sett í rimlarúm og í hjólastól með belti, líklega til að einfalda vinnu þeirra og eftir það gekk hún ekki meir. Það var örugglega ekki tími til að ganga með henni í göngugrindinni. Ég kom oft að henni að reyna að skera beltið með skærum eða hníf. Stærsta vandamál mömmu var tíðar klósettferðir, eins og er gjarnan hjá eldra fólki. Hún var alltaf látin bíða svo lengi eftir aðstoð að yfirleitt pissaði hún á sig. Ég trúði þessu varla en svo varð ég vitni að þessu. Hún kallaði á korters fresti fram en fékk þau svör að hún þyrfti að bíða aðeins. Að þær væru í rapporti. Svo eftir þrjú korter kemur starfskona inn í herbergið á fleygiferð, rífur af henni sængina og segir: „Hvað! Ertu ekki með þykkt stykki á þér?“ Hún mátti sem sagt bara pissa á sig. Annað skipti var henni skellt á klósettið klukkan ellefu, en þá hafði hún beðið frá því klukkan átta um morguninn og auðvitað löngu orðin hlandblaut upp að öxlum. Hún var beðin um að láta stúlkuna fá tennurnar úr sér og því næst kom önnur og tróð morgunlyfjunum upp í hana þar sem hún sat á salerninu. Þarna var dóttir hennar viðstödd, hvernig hagar fólk sér þegar vistmaður er einn?“ Vegna biðarinnar var móðir Urðar oft hlandblaut og brugðu starfsmenn á það ráð að setja hana í samfesting svo auðveldara væri að skipta um bleyju á henni. „Samfestingarnir voru hnepptir með stórum tölum á bakinu sem stungust inn í hana eftir öllum hryggnum. Ég fór beint heim og saumaði þægilegri galla. En málið er að hún hafði alveg stjórn á þvaginu, það virtist bara vera of mikið vesen að vera sífellt að fara með hana á salernið. Þá var betra að skella á hana bleyju og setja hana í galla. Þarna er engin virðing fyrir manneskjunni. Það sama var uppi á tengingum þegar það kom að böðun. Þarna komu tvær ungar stúlkur í hvítum stígvélum og með svuntu eins og þær væru á leiðinni í sláturhús og ætluðu að baða hana. Hún sagðist ekki vilja fara í bað, orgaði og grenjaði, en þær toguðu hana bara úr rúminu. Hún horfði á mig og orgaði hvort ég ætlaði að láta þetta viðgangast. Ég dofnaði bara upp.“ Annað sem Urður tók eftir var að móðir hennar varð sífellt sljórri og greinilega sífellt meiri lyfjum dælt í hana. „Það var orðið sama hvenær maður kom til hennar, hún var alltaf í lyfjarússi. Tilfinning mín er sú að það hafi verið til þess að hún væri meira til friðs. Ég varð oft vitni að því að starfsfólkið reyndi að láta lítið fyrir sér fara svo hún myndi ekki kalla. Þær læddust inn í herbergið hennar og laumuðust í lyfjaskápinn og pössuðu að styggja hana ekki. Henni var rúllað inn á setustofu og stillt upp við gluggann með bakið í hurðina svo hún sæi þær ekki. Þær læddust um svo þær þyrftu ekki að tala við hana og ég sver það, ég hélt að hjarta mitt myndi bresta þegar ég varð vitni að þessu – ítrekað. Enda sagði mamma við mig: „Urður mín, það er komið betur fram við hunda en okkur. Þeir eru allavega viðraðir á hverjum degi.“vísir/valliErfið barátta í ellinni Þessi tími var erfiður fyrir Urði. Hún veiktist sjálf og var við dauðans dyr. Þegar hún er spurð beint út í tilfinningar sínar klökknar hún. Það er greinilega enn stutt í sársaukann. „Maður berst fársjúkur í ellinni til að aldraðir foreldrar manns fái mannsæmandi þjónustu. Ég bað ekki um meira og ekki hún heldur. Hún vildi fá að sofa, borða og fara á klósettið. Að lokum fékk hún pláss á hjúkrunarheimili og ég sagði henni að hún fengi að deyja í góðri þjónustu. Sú þjónusta olli mér líka miklum vonbrigðum. Undir lokin, tveimur dögum áður en hún dó, þegar hún átti að vera í líknandi meðferð, sat hún í setustofunni með tennurnar út úr sér og út úr heiminum. Það er ekki líknandi meðferð. Það er ekki mannsæmandi meðferð.“ Urður vill sjá meiri samvinnu milli starfsfólks og aðstandenda enda séu aðstandendur allir af vilja gerðir að láta ástvinum sínum líða sem best. Aðalvandinn sé þó of fátt starfsfólk. „Maður sér unga fólkið fara heim úr vinnu hokið af þreytu og álagi. Kannski veldur það erfiðara skapi og minni þolinmæði. En enginn af okkur sem erum lifandi í dag viljum fá svona þjónustu. Það verður að verða hugarfarsbreyting hjá þjóðinni.“ Hvernig líður þér að horfa til ævikvöldsins eftir þína reynslu? „Af hverju heldur þú að ég sé að tala við þig, elskan? Ég kvíði svo hrikalega fyrir því.“ Tímaskortur og tungumálaörðugleikarNiðurstöður rannsóknar Sigurlaugar Hrafnkelsdóttur á ónefndu hjúkrunarheimili árið 2010Jákvæð og regluleg samskipti vistmanna hjúkrunarheimila við starfsmenn, sem byggjast á virðingu og umhyggju, er grunnur að vellíðan þeirra. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur starfsfólks kemur oft í veg fyrir slík samskipti. Yfir helmingur starfsfólksins á heimilinu var af erlendu bergi brotinn og átti flest erfitt með að tjá sig á íslensku. Þrátt fyrir mikinn velvilja þá myndaði lítil íslenskukunnátta erfiða gjá í samskiptum sem jók á einmanakennd og vanlíðan vistmanna auk tilfinningar um afskiptaleysi. Íslenska starfsfólkið var lítið betur sett sökum tímaleysis. Annríki og mikið starfsálag olli því að starfsmenn fengu ekki það svigrúm og tíma með vistmönnum sem þeir þyrftu fyrir samskipti. Vistmenn og starfsmenn benda á að ekki sé gert ráð fyrir að starfsmenn gefi sig á tal við vistmenn heldur sé aðhlynningin fyrst og fremst líkams- og hjúkrunarmiðuð.➜ Dæmi úr viðtölum við vistmenn„Það er afskaplega yndislegt ef hjúkrunarfólkið gefur sér tíma til að stoppa aðeins hjá manni og ræða við mann. Það er svo ótrúlegt hvað það getur gefið manni.“ „Það eru ekki allir sem aðstoða mann, sumir eru með voðaleg læti eða koma ekki alveg eins og skot. Þær eru góðar en stundum getur verið það mikið að gera hjá þeim.“ „Ég er hér vistmanneskja, þær eru að vinna hérna, svo koma hjúkrunarkonurnar og svo koma læknarnir. Þetta eru allt svona þröskuldar. Ég held að það sé ekkert frekar hér en annars staðar. Þjóðfélagið hefur þróast einhvern veginn þannig. Þetta er ekki eins og það var í gamla daga, þá var svo mikil samheldni og virðing á meðal fólksins.“ Guðrún segir þjónustu við fatlað fólk vera komna mun lengra en þjónustu við aldraða.vísir/valliÓtti við að styggja starfsfólk Guðrún V. Stefánsdóttir hefur undanfarin ár kynnst kerfinu sem tekur við öldruðum á Íslandi. Stjúpi hennar hefur verið á hjúkrunarheimilum og móðir hennar, sem er nýlega látin, þurfti að bíða í þrjá mánuði á spítala eftir plássi en sá tími reyndist bæði henni og dætrum hennar erfiður. Eftir þessa reynslu segir Guðrún sig hrylla við að vera næsta kynslóð sem þurfi á á öldrunarþjónustu að halda. „Ég finn að allt er reynt að gera fyrir fólkið og starfsmenn vilja vel en það eru ýmsir hlutir sem eru ekki fólki bjóðandi. Til dæmis að árið 2015 sé fólk enn í tvíbýli á öldrunarstofnunum. Það er erfitt að sjá foreldra sína ekki fá þá þjónustu sem þeir þurfa hvað varðar umönnun en einnig mannlega þáttinn. Til dæmis er sárt að sjá umganginn á þeim breytast, á þann hátt að það er langt fyrir neðan þeirra virðingu. Maður situr uppi með einhvers konar sektarkennd og spyr sig hvort maður hefði getað barist meira. Í hvert skipti sem ég kvaddi mömmu og nú stjúpa minn þá hugsa ég að ég þurfi að taka þau með mér heim. Það er þessi óþægilega tilfinning. Ég upplifði sama vanmátt hjá mömmu á meðan hún var enn heima. Þá þurfti hún í auknum mæli að biðja okkur dætur sínar um aðstoð í stað þess að fá þá nauðsynlega aðstoð frá kerfinu. Hún hafði alltaf hlutverkið að gera allt fyrir okkur og passa upp á okkur – og var mjög sjálfstæð kona. Það var ekki fyrir hana að vera upp á gæsku annarra komin.“ Guðrún er dósent í fötlunarfræðum og kennir við Háskóla Íslands. Hún segir þjónustu við fatlað fólk vera komna mun lengra en þjónustu við aldraða. „Fatlað fólk er orðið sterkur baráttuhópur og hafa orðið miklar breytingar á þjónustunni. Sérstaklega er notendastýrð persónuleg þjónusta, þar sem fatlað fólk er sjálft við stjórnvölinn, flott framfaraskref. Svona þyrfti þetta að vera hjá gömlu fólki. Af hverju þarf það að fara inn á svona stórar stofnanir? Það gæti vel búið í litlum einingum og fengið aðstoð. Það þarf algjörlega að stokka þetta fyrirkomulag upp. En þetta er ekki sterkur þrýstihópur og aðstandendur eru það ekki heldur á meðan þeir standa í þessu. Bæði er maður óundirbúinn en einnig fær maður þessa tilfinningu að vilja ekki styggja neinn af ótta við að fólkið manns fái verri þjónustu.“Ingveldur segir að móður sinni hafi ítrekað verið rúllað upp að glugga eða jafnvel sjónvarpi með stillimyndinni.vísir/valliStillt fyrir framan sjónvarpið Eftir að móðir Ingveldar Kristinsdóttur var flutt á deild með aukinni þjónustu hrakaði henni gífurlega og Ingveldi fannst mörgu ábótavant í umönnuninni. „Í fyrsta lagi var hún með alltof veiku fólki á deild, flestu heilabiluðu, og því hef ég aldrei skilið af hverju hún var flutt. Kannski þurfti að losa pláss á hinni deildinni enda var þetta gert í þvílíkum látum. En þetta varð til þess að hún náði engu sambandi við neinn og hún hjaðnaði niður. Einnig var henni alltaf kalt en samt var hún með nóg af hlýjum fötum. Hún var sett strax í hjólastól og hætt var að gefa henni tíma til að labba um til að halda í smá hreyfingu. Henni var ítrekað rúllað upp að glugga eða jafnvel að sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara. Þetta fannst mér ömurlegt. Einnig drakk hún alltof lítið og lenti í vanda út af því.“ Ingveldur segir þennan tíma hafa einkennst af áhyggjum og álagi og hafi hún reynt að koma áhyggjum sínum áfram til starfsfólksins. „Ég var alltaf að tala um þetta við starfsfólkið en þá benti það hvert á annað. Talaði um vaktaskipti og skipulag. Maður gafst bara upp en mér leið aldrei eins og hún væri í öruggum höndum. Svo grunar mig að það hafi verið dælt í hana töflum. Hún varð svo sljó, ætli það hafi ekki verið svefntöflur og slakandi. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að sjá til þess að fólki líði vel síðustu árin sín og stór hluti af því er að koma fram við það af meiri virðingu.“Anna Birna JensdóttirHvað segir fagfólkið um ástand mála á hjúkrunarheimilum og vaxandi fjölda aldraðra í íslensku samfélagi?Hugmyndafræðin þarf að byggja á vellíðanAnna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns hjúkrunarheimilis Endurskoða þarf verðmæti þeirra starfa sem unnin eru á hjúkrunarheimilum. Þar vinna fyrst og fremst kvennastéttir, þar á meðal þær lægst launuðu í okkar samfélagi. Þessu þarf að breyta. Ef ekki er gerð bragarbót á launakjörum fást fáir aðrir til þessara starfa nema hugsanlega innflutt vinnuafl meðan það er að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði og læra tungumálið. Kröfur til hjúkrunarheimila þurfa að vera skýrar og það þarf að leggja sérstaka áherslu á mannauðinn. Hugmyndafræðin að baki þjónustu við íbúa á hjúkrunarheimili þarf að hafa vellíðan íbúanna í fyrirrúmi og vinna að því með öllum tiltækum ráðum og þekkingu að efla lífsgæði við þessar aðstæður á síðustu árum lífs. Þessi hugmyndafræði þarf að ná til efstu stjórnsýslunnar þegar fjárlög eru ákvörðuð til reksturs þjónustunnar alla leið til þeirra sem annast fólkið. Til að mæta fjölgun aldraðra þarf að móta langtímastefnu í málaflokknum. Íslensk stjórnvöld vita vel hversu margir verða aldraðir á næstu árum og þar með er vel hægt að skipuleggja og byggja upp þjónustuna út frá því. Við erum pínulítið land, ef sveitarfélög í sömu stærð í nágrannalöndunum ráða við þetta, þá ættum við að gera það líka.Kröfur um aukinn sparnað og aukna þjónustu Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Það þarf að tryggja nægan fjölda hjúkrunarfræðinga við störf á hjúkrunarheimilum. Nýlega gaf landlæknir út ný viðmið varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum. Var þar lagt til að hækka þyrfti hlutfall hjúkrunarfræðinga af heildarstöðugildafjölda starfsmanna sem veita umönnun. Raunin er hins vegar sú að síðustu árin hefur verið dregið úr mönnun hjúkrunarfræðinga en aukið við mönnun minna menntaðs starfsfólks eða jafnvel ófaglærðra sem er alveg þvert á viðmið landlæknis. Hjúkrunarheimilin náðu, mörg hver, ekki að uppfylla fyrri viðmið landlæknis sem þó voru lægri. Vandamálið liggur, að hluta til, í því að daggjöld til hjúkrunarheimila eru of lág og í engu samræmi við þá þjónustu sem veita þarf eldri borgurum í hjúkrunarrýmum. Þarna fer ekki saman krafan um aukinn sparnað í þessum geira og auknar kröfur um hjúkrunarþjónustu.Berglind MagnúsdóttirUmönnun foreldra í kjarasamninga Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur og skrifstofstjóri Þjónustu heim hjá Reykjavíkurborg Til að takast á við fjölgun aldraðra í framtíðinni þarf að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, fleiri þróunarverkefni og meiri tengingu við háskólasamfélagið og atvinnulífið. Við verðum að nýta tæknilausnir í auknum mæli en borgin tekur einmitt nú þátt í verðlaunasamkeppni höfuðborga Norðurlanda um tæknilausnir fyrir aldraða og fatlað fólk. Forvarnir eru einnig mikilvægar, endurhæfing og aðstoð fólks til sjálfshjálpar. Ég vona að meðvitund um að fólk þurfi meiri aðstoð frá fjölskyldu sinni verði meiri og að í kjarasamningum verði samið um ákveðinn fjölda daga á ári sem starfsmaður má sinna öldruðum foreldrum sínum. Þar sem sífellt er erfiðara að fá fagfólk til starfa á hjúkrunarheimilum vona ég að við munum ná að sannfæra ungt fólk um hvað það er skemmtilegt og gefandi að aðstoða aldraða, að talað verði um þau störf af virðingu og þau metin sem ein mikilvægustu störf sem unnin eru.Dr. Ingibjörg HjaltadóttirHlutverk hjúkrunarheimila að sinna líknarmeðferðDr. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun Rannsóknir mínar sýndu að 17 af 20 gæðavísum færu versnandi á hjúkrunarheimilum á Íslandi á árunum 2003-2009. Svo var gert átak í þeim málum og ástandið lagaðist vissulega. Ég hef þó enn miklar áhyggjur af heimilunum. Árið 2008 breyttust reglur um hverjir mættu fara inn, viðmiðin eru nú strangari og vistmenn eru mun veikari. Dvalartími hefur styst og helmingur íbúa deyr á hverju ári. Hjúkrunarheimili í dag eru því mikið að veita líknandi þjónustu og sinna deyjandi fólki, þjónustan er orðin flóknari og mun mannfrekari. Því er forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilunum. Ef aðeins þeir veikustu fara á hjúkrunarheimilin verður einnig að tryggja nægilega þjónustu heima fyrir. Því þar er fólk einnig veikara en áður. Það er skylda ríkisins að fólk upplifi öryggi heima eða þar til það þarf að leggjast inn á hjúkrunarheimili – og þau umskipti þurfa að gerast mjög hratt því þá er fólk orðið svo alvarlega veikt.
Tengdar fréttir Samræður aldraðra bæta andlega og líkamlega heilsu Samkomur aldraðra, þar sem menn ræða um það sem fylgir því að eldast, og heimsóknir frá heimaþjónustu geta komið í veg fyrir heilsuvandamál hjá þeim sem eru eldri en 80 ára. Þetta eru niðurstöður rannsókna við Háskólann í Gautaborg. 6. mars 2014 10:02 Velferðarkerfið er á tímamótum Stella K. Víðisdóttir var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í átta ár og segir nauðsynlegt að innleiða nýja hugsun í velferðarþjónustu. 15. nóvember 2014 09:00 Efnaminni eldri borgarar hafa ekki ráð á heyrnartækjum Dæmi eru um að efnaminni eldri borgarar hafi ekki efni á nauðsynlegum heyrnartækjum eða tannlækningum. "Mismunun,“ að mati formanns Félags eldri borgara þar sem þeir sem hafi minna milli handanna fari á mis við aukin lífsgæði. 21. október 2014 07:00 Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Eldri borgarar sem hafa ekki efni á mat eða lyfjum leita til hjálparstofnana. Formaður Mæðrastyrksnefndar segir hópinn hafa stækkað mikið frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir var tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. 22. október 2014 07:00 Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. 4. febrúar 2015 07:00 Vandamálið sem enginn talar um Ljóst er að fjölga þarf hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um allt að 1.700 á næstu 15 árum og nemur kostnaður vegna þessa um 54 milljörðum króna. Af þessum fjölda eru um 1.100 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru staðreyndirnar sem stjórnmálamenn forðast að ræða, enda aldrei vinsælt að ræða um málefni aldraðra, hóps sem gerir litlar kröfur og er aldrei hávær. 15. mars 2014 07:00 Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. 4. desember 2014 09:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samræður aldraðra bæta andlega og líkamlega heilsu Samkomur aldraðra, þar sem menn ræða um það sem fylgir því að eldast, og heimsóknir frá heimaþjónustu geta komið í veg fyrir heilsuvandamál hjá þeim sem eru eldri en 80 ára. Þetta eru niðurstöður rannsókna við Háskólann í Gautaborg. 6. mars 2014 10:02
Velferðarkerfið er á tímamótum Stella K. Víðisdóttir var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í átta ár og segir nauðsynlegt að innleiða nýja hugsun í velferðarþjónustu. 15. nóvember 2014 09:00
Efnaminni eldri borgarar hafa ekki ráð á heyrnartækjum Dæmi eru um að efnaminni eldri borgarar hafi ekki efni á nauðsynlegum heyrnartækjum eða tannlækningum. "Mismunun,“ að mati formanns Félags eldri borgara þar sem þeir sem hafi minna milli handanna fari á mis við aukin lífsgæði. 21. október 2014 07:00
Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Eldri borgarar sem hafa ekki efni á mat eða lyfjum leita til hjálparstofnana. Formaður Mæðrastyrksnefndar segir hópinn hafa stækkað mikið frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir var tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. 22. október 2014 07:00
Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. 4. febrúar 2015 07:00
Vandamálið sem enginn talar um Ljóst er að fjölga þarf hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um allt að 1.700 á næstu 15 árum og nemur kostnaður vegna þessa um 54 milljörðum króna. Af þessum fjölda eru um 1.100 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru staðreyndirnar sem stjórnmálamenn forðast að ræða, enda aldrei vinsælt að ræða um málefni aldraðra, hóps sem gerir litlar kröfur og er aldrei hávær. 15. mars 2014 07:00
Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. 4. desember 2014 09:45