Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason kom ekkert við sögu þegar Real Sociedad tapaði 4-1 á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og hefur þar með ekkert fengið að spila í síðustu tveimur deildarleikjum liðsins.
Alfreð var síðast í byrjunarliði Sociedad í 1-0 tapi í bikarleik á móti Villarreal 7. janúar og hefur aðeins fengið að vera inn á í samtals 51 mínútu í fyrstu fimm deildarleikjum Sociedad á árinu 2015.
Alfreð hefur ekki náð að skora í fyrstu fjórtán leikjum sínum í spænsku deildinni (536 mínútur) og þjálfarinn David Moyes virðist hreinlega vera búinn að henda honum í frystikistuna.
Félagsskiptaglugganum í Evrópuboltanum verður lokað á miðnætti í kvöld en ekki er búist við að íslensku landsliðsmennirnir fari í nýtt lið áður en UEFA skellir í lás fram á sumar.
Alfreð í frystikistunni í Baskalandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn