Loddari? Nei! Þorvaldur Gylfason skrifar 29. janúar 2015 07:00 Paul Krugman, hagfræðiprófessor í Princeton, var fyrir nokkru kallaður „loddari“ í ritstjórnargrein í Vísbendingu. Ritstjórnargreinin hófst á þessum orðum: „Þegar bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman opnar munninn er yfirleitt ástæða til þess að hafa varann á. Hann á afar erfitt með að segja satt frá, einkum um staðreyndir.“ Tilefni þessara hörðu og að minni hyggju ómaklegu ummæla um Krugman er m.a. sumt af því, sem hann hefur skrifað um Ísland eftir hrun.Krugman og Ísland Nú vill svo til, að ég er líkt og ritstjóri Vísbendingar á öðru máli en Krugman um ýmislegt varðandi Ísland og evruna. Krugman tortryggir evruna líkt og margir aðrir bandarískir hagfræðingar hafa gert frá öndverðu, ekki bara sem kost handa Íslandi, heldur yfir höfuð að tala. Hann lítur langa verðbólgusögu Íslands ekki eins alvarlegum augum og við ritstjóri Vísbendingar. Ég tel, öndvert Krugman, að Evrópuþjóðirnar hafi gert rétt í að taka upp evruna, þótt djarft hafi verið teflt og mikið hafi að vísu vantað á eins og reynslan hefur sýnt, að nógu traustur grundvöllur hafi verið lagður undir hina nýju Evrópumynt. Ég lít ennfremur svo á, að upptaka evrunnar myndi leysa Ísland undan þeim þungu búsifjum, sem verðbólgudraugurinn hefur lagt á landið um langa tíð. Krónan hefur verið notuð sem kúgunartæki eins og ég hef áður lýst á þessum stað. Þetta snýst um skiptar skoðanir, ekki svik og pretti af hálfu Krugmans. Svikabrigsl ritstjóra Vísbendingar á hendur Paul Krugman eru ómakleg ekki bara að efni til, heldur einnig í ljósi þess, að ýmsir menn á hægri væng bandarískra stjórnmála hafa hundelt Krugman allar götur frá því að hann færði út landamærin og hóf að skrifa víðlesna og læsilega dálka í New York Times tvisvar í viku, eitt bezta dagblað heims, frekar en að helga sig nær eingöngu birtingu fræðigreina í hagfræðitímaritum, sem eru ekki ætluð öðrum en hagfræðingum. Ágreiningurinn um efnahagsmál milli hægri manna og hinna nú snýst m.a. um, hvort almannavaldið geti mildað hagsveifluna eins og John Maynard Keynes leiddi í ljós í höfuðriti sínu frá 1936, sem heitir því góða og nútímalega nafni Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga. Krugman segir eins og flestir aðrir bandarískir hagfræðingar: Ríkisvaldið hefur þetta í hendi sinni, þegar á reynir, og einmitt þannig tókst að koma í veg fyrir, að skakkaföll bankanna 2008 leiddu til nýrrar heimskreppu. Hinir þræta með rökum, sem eru svo veik og vandræðaleg, að þau eru varla eftir hafandi frá mínum bæjardyrum séð.Hagfræði og stjórnmál Ég þekki Krugman frá gamalli tíð og þekki því forsöguna. Hann vakti snemma athygli og aðdáun sem einn snjallasti hagfræðingur samtímans í sínum aldursflokki og var löngu fyrir þrítugt ráðinn hagfræðingur í Hvíta húsinu í forsetatíð Ronalds Reagan 1980-1988. Þá þurfti Krugman í fyrsta skipti að skrifa skýrslur á mæltu máli frekar en fræðiritgerðir. Honum lét vel að skrifa skiljanlegan texta, sem stjórnmálamenn og aðrir kunnu að meta. Hann reyndist kunna að skrifa betri texta en flestir aðrir bandarískir hagfræðingar nema kannski John Kenneth Galbraith, prófessor á Harvard, sem hefði að minni hyggju mátt hljóta Nóbelsverðlaun í bókmenntum líkt og Winston Churchill fékk verðlaunin 1953, tveimur árum fyrr en Halldór Laxness. Eitt leiddi af öðru. Eftir að hann losnaði úr Hvíta húsinu, skrifaði Krugman nokkrar prýðilegar bækur um efnahagsmál. Þær seldust vel, og þar að kom, að New York Times bauð honum að skrifa í blaðið tvisvar í viku. Krugman tók boðinu, enda er hann þekktur fyrir að skrifa ekki bara betur, heldur einnig hraðar en sum okkar hinna tala í síma. Hann bloggar stundum oft á dag á vefsetri New York Times. Þrátt fyrir þessar annir heldur hann áfram að birta lærðar ritgerðir í hagfræðitímaritum, þar á meðal rómaða ritgerð nýlega um peningamál í félagi við Gauta Eggertsson, prófessor í Brownháskóla.Réttmæt gagnrýni Paul Krugman dregur ekki dul á skoðanir sínar, þegar hann skrifar í blöðin. Hví skyldi hann gera það? Hann er í grunninn Roosevelt-demókrati, þ.e. hann telur kreppuráðstafanir Roosevelt-stjórnarinnar 1932-1945 hafa verið réttar, en hann tekur að öðru leyti ekki flokkspólitíska afstöðu svo ég viti. Hann hefur ýmist gagnrýnt eða rökstutt ráðstafanir ríkisstjórnar Baracks Obama forseta frá 2009. Hann vann sér að sönnu það til óhelgi meðal repúblikana að gagnrýna margar stjórnarathafnir George W. Bush forseta 2000-2008 og stefnu repúblikana. Gagnrýni Krugmans á Bush og repúblikana reyndist réttmæt, enda er Bush nú samkvæmt mælingum talinn vera einn allra lakasti forseti Bandaríkjanna frá byrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Paul Krugman, hagfræðiprófessor í Princeton, var fyrir nokkru kallaður „loddari“ í ritstjórnargrein í Vísbendingu. Ritstjórnargreinin hófst á þessum orðum: „Þegar bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman opnar munninn er yfirleitt ástæða til þess að hafa varann á. Hann á afar erfitt með að segja satt frá, einkum um staðreyndir.“ Tilefni þessara hörðu og að minni hyggju ómaklegu ummæla um Krugman er m.a. sumt af því, sem hann hefur skrifað um Ísland eftir hrun.Krugman og Ísland Nú vill svo til, að ég er líkt og ritstjóri Vísbendingar á öðru máli en Krugman um ýmislegt varðandi Ísland og evruna. Krugman tortryggir evruna líkt og margir aðrir bandarískir hagfræðingar hafa gert frá öndverðu, ekki bara sem kost handa Íslandi, heldur yfir höfuð að tala. Hann lítur langa verðbólgusögu Íslands ekki eins alvarlegum augum og við ritstjóri Vísbendingar. Ég tel, öndvert Krugman, að Evrópuþjóðirnar hafi gert rétt í að taka upp evruna, þótt djarft hafi verið teflt og mikið hafi að vísu vantað á eins og reynslan hefur sýnt, að nógu traustur grundvöllur hafi verið lagður undir hina nýju Evrópumynt. Ég lít ennfremur svo á, að upptaka evrunnar myndi leysa Ísland undan þeim þungu búsifjum, sem verðbólgudraugurinn hefur lagt á landið um langa tíð. Krónan hefur verið notuð sem kúgunartæki eins og ég hef áður lýst á þessum stað. Þetta snýst um skiptar skoðanir, ekki svik og pretti af hálfu Krugmans. Svikabrigsl ritstjóra Vísbendingar á hendur Paul Krugman eru ómakleg ekki bara að efni til, heldur einnig í ljósi þess, að ýmsir menn á hægri væng bandarískra stjórnmála hafa hundelt Krugman allar götur frá því að hann færði út landamærin og hóf að skrifa víðlesna og læsilega dálka í New York Times tvisvar í viku, eitt bezta dagblað heims, frekar en að helga sig nær eingöngu birtingu fræðigreina í hagfræðitímaritum, sem eru ekki ætluð öðrum en hagfræðingum. Ágreiningurinn um efnahagsmál milli hægri manna og hinna nú snýst m.a. um, hvort almannavaldið geti mildað hagsveifluna eins og John Maynard Keynes leiddi í ljós í höfuðriti sínu frá 1936, sem heitir því góða og nútímalega nafni Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga. Krugman segir eins og flestir aðrir bandarískir hagfræðingar: Ríkisvaldið hefur þetta í hendi sinni, þegar á reynir, og einmitt þannig tókst að koma í veg fyrir, að skakkaföll bankanna 2008 leiddu til nýrrar heimskreppu. Hinir þræta með rökum, sem eru svo veik og vandræðaleg, að þau eru varla eftir hafandi frá mínum bæjardyrum séð.Hagfræði og stjórnmál Ég þekki Krugman frá gamalli tíð og þekki því forsöguna. Hann vakti snemma athygli og aðdáun sem einn snjallasti hagfræðingur samtímans í sínum aldursflokki og var löngu fyrir þrítugt ráðinn hagfræðingur í Hvíta húsinu í forsetatíð Ronalds Reagan 1980-1988. Þá þurfti Krugman í fyrsta skipti að skrifa skýrslur á mæltu máli frekar en fræðiritgerðir. Honum lét vel að skrifa skiljanlegan texta, sem stjórnmálamenn og aðrir kunnu að meta. Hann reyndist kunna að skrifa betri texta en flestir aðrir bandarískir hagfræðingar nema kannski John Kenneth Galbraith, prófessor á Harvard, sem hefði að minni hyggju mátt hljóta Nóbelsverðlaun í bókmenntum líkt og Winston Churchill fékk verðlaunin 1953, tveimur árum fyrr en Halldór Laxness. Eitt leiddi af öðru. Eftir að hann losnaði úr Hvíta húsinu, skrifaði Krugman nokkrar prýðilegar bækur um efnahagsmál. Þær seldust vel, og þar að kom, að New York Times bauð honum að skrifa í blaðið tvisvar í viku. Krugman tók boðinu, enda er hann þekktur fyrir að skrifa ekki bara betur, heldur einnig hraðar en sum okkar hinna tala í síma. Hann bloggar stundum oft á dag á vefsetri New York Times. Þrátt fyrir þessar annir heldur hann áfram að birta lærðar ritgerðir í hagfræðitímaritum, þar á meðal rómaða ritgerð nýlega um peningamál í félagi við Gauta Eggertsson, prófessor í Brownháskóla.Réttmæt gagnrýni Paul Krugman dregur ekki dul á skoðanir sínar, þegar hann skrifar í blöðin. Hví skyldi hann gera það? Hann er í grunninn Roosevelt-demókrati, þ.e. hann telur kreppuráðstafanir Roosevelt-stjórnarinnar 1932-1945 hafa verið réttar, en hann tekur að öðru leyti ekki flokkspólitíska afstöðu svo ég viti. Hann hefur ýmist gagnrýnt eða rökstutt ráðstafanir ríkisstjórnar Baracks Obama forseta frá 2009. Hann vann sér að sönnu það til óhelgi meðal repúblikana að gagnrýna margar stjórnarathafnir George W. Bush forseta 2000-2008 og stefnu repúblikana. Gagnrýni Krugmans á Bush og repúblikana reyndist réttmæt, enda er Bush nú samkvæmt mælingum talinn vera einn allra lakasti forseti Bandaríkjanna frá byrjun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun