Samfelldur mánudagur Ragnheiður Tryggvadótir skrifar 28. janúar 2015 07:00 Það er leiðindatíð, rigning og rok á milli þess sem gengur á með hríðarbyl og frosti. Hagl og slydda lemja á mér til skiptis úr öllum áttum og fjallvegir verða ófærir trekk í trekk. Ég hef misst töluna á hversu margar stormviðvaranir hafa verið gefnar út þennan veturinn. Nenni ekki að drösla grillinu inn í stofu alltaf hreint. Greinarnar á gullregninu slást utan í svefnherbergisgluggann svo ég festi ekki blund og get því hlustað á ruslatunnurnar skella lokum í rokinu fram eftir nóttu. Ég verð úrill. Þetta tíðarfar ætlar engan endi að taka og ýfir skapið. Mér finnst eins og það hafi verið einn samfelldur mánudagur frá áramótum. Fögur fyrirheit um nýjan lífsstíl á nýju ári hafa þar af leiðandi ekki verið haldin, það er ekki hægt við þessar aðstæður. Ég er búin að baka minnst tíu dísætar súkkulaðikökur frá því árið 2015 gekk í garð. Velti sænskum kókosbollum upp úr sykri og helli sýrópi yfir pönnukökurnar morgun eftir morgun. Set rjóma í kaffið, poppa á kvöldin og fæ mér ís. Ég heyri reyndar út undan mér að ég er ekki ein um að finnast þessi janúar fúll og leiðinlegur. Við kaffivélina horfi ég framan í álíka úrill andlit og mætti mér í speglinum í morgun. Fer ekki að birta bráðum? segir fólk. Fer ekki að hlýna? Fer ekki að koma vor?! Merkilegar vangaveltur út af fyrir sig, miðað við dagsetningu og legu lands á hnettinum. Við ættum að vera farin að þekkja þetta. Vorið lætur yfirleitt ekki sjá sig á þessu hrollkalda skeri fyrr en í maí. Það eru minnsta kosti þrír mánuðir í það enn. Þrír. Svo skín allt í einu upp. Allt dettur í dúnalogn fyrir utan gluggann og vetrarsólin brýst út úr muggunni. Hún baðar allt í appelsínugulum bjarma og ég verð alveg hissa á hvað það er bjart yfir þó langt sé liðið á daginn. Það skyldi þó ekki vera að koma vor? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Það er leiðindatíð, rigning og rok á milli þess sem gengur á með hríðarbyl og frosti. Hagl og slydda lemja á mér til skiptis úr öllum áttum og fjallvegir verða ófærir trekk í trekk. Ég hef misst töluna á hversu margar stormviðvaranir hafa verið gefnar út þennan veturinn. Nenni ekki að drösla grillinu inn í stofu alltaf hreint. Greinarnar á gullregninu slást utan í svefnherbergisgluggann svo ég festi ekki blund og get því hlustað á ruslatunnurnar skella lokum í rokinu fram eftir nóttu. Ég verð úrill. Þetta tíðarfar ætlar engan endi að taka og ýfir skapið. Mér finnst eins og það hafi verið einn samfelldur mánudagur frá áramótum. Fögur fyrirheit um nýjan lífsstíl á nýju ári hafa þar af leiðandi ekki verið haldin, það er ekki hægt við þessar aðstæður. Ég er búin að baka minnst tíu dísætar súkkulaðikökur frá því árið 2015 gekk í garð. Velti sænskum kókosbollum upp úr sykri og helli sýrópi yfir pönnukökurnar morgun eftir morgun. Set rjóma í kaffið, poppa á kvöldin og fæ mér ís. Ég heyri reyndar út undan mér að ég er ekki ein um að finnast þessi janúar fúll og leiðinlegur. Við kaffivélina horfi ég framan í álíka úrill andlit og mætti mér í speglinum í morgun. Fer ekki að birta bráðum? segir fólk. Fer ekki að hlýna? Fer ekki að koma vor?! Merkilegar vangaveltur út af fyrir sig, miðað við dagsetningu og legu lands á hnettinum. Við ættum að vera farin að þekkja þetta. Vorið lætur yfirleitt ekki sjá sig á þessu hrollkalda skeri fyrr en í maí. Það eru minnsta kosti þrír mánuðir í það enn. Þrír. Svo skín allt í einu upp. Allt dettur í dúnalogn fyrir utan gluggann og vetrarsólin brýst út úr muggunni. Hún baðar allt í appelsínugulum bjarma og ég verð alveg hissa á hvað það er bjart yfir þó langt sé liðið á daginn. Það skyldi þó ekki vera að koma vor?