Ekkert virðist stöðva sigurgöngu SYRIZA Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2015 07:15 Kosningaveggspjald, með mynd af Alexis Tsipras, fest upp á staur í Aþenu. fréttablaðið/AP Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent. Grikkland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent.
Grikkland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira