Ekkert virðist stöðva sigurgöngu SYRIZA Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2015 07:15 Kosningaveggspjald, með mynd af Alexis Tsipras, fest upp á staur í Aþenu. fréttablaðið/AP Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent. Grikkland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent.
Grikkland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira