Stöðugleikinn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2015 00:01 Það var sem kunnugt er samið við lækna á dögunum. Allir hljóta að fagna því að samningar hafi náðst, vonandi og líklegast með þeim hætti að læknar muni sætta sig við launahækkunina sem í þeim felst. Og síðan að fleiri í þeirra hópi sjái sér fært að setjast hér að við vinnu sína. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða launahækkanir upp á tugi prósenta. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að hækkunin sé meiri en svigrúm var fyrir í ríkisfjármálunum. Á móti benda læknar á að þeir hafi dregist aftur úr og landflótti þeirra vegna slæmra kjara hafi verið farinn að ógna heilsu þjóðarinnar. Þjóðin virðist hafa haft skilning á þessari sérstöku stöðu lækna. MMR framkvæmdi könnun þegar verkfall lækna stóð yfir fyrir Fréttatímann þar sem fram kom að um 70 prósent þjóðarinnar voru fylgjandi því að læknar fengju meiri launahækkanir en aðrar starfsstéttir í samfélaginu. Þá studdu 87 prósent kjarabaráttu lækna og 92 prósent höfðu áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins. Fulltrúar verkalýðsfélaga biðu hins vegar ekki eftir að blekið þornaði á samningnum áður en þeir fóru að búa í haginn fyrir komandi kjaraviðræður. Um áttatíu kjarasamningar á almenna markaðnum renna út í lok febrúar. Almennt er búist við hörðum vetri í þessum málum – jafnvel átökum. Forseti ASÍ og formaður Verkalýðsfélags Akraness hafa haft sig mest í frammi og lýst því yfir að læknasamningarnir leggi línurnar fyrir komandi samninga. Aðrir samningar eigi að vera sambærilegir þeim sem læknarnir náðu, upp á tugi prósenta. Samtök atvinnulífsins eru því ekki sammála en Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri samtakanna hefur að undanförnu talað um að tími hækkunar lægstu launa sé liðinn, þau hafi hækkað hlutfallslega langt umfram aðra undanfarið. Það er því ekki ólíklegt að spá manna um harðar viðræður muni rætast. Í júlí 2014 var greint frá því í Fréttablaðinu að stjórnendur hækkuðu mun meira í launum en aðrir milli áranna 2012 og 2013, 14,4 prósent að jafnaði. Í kjölfarið sendu Samtök atvinnulífsins frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af launahækkunum stjórnenda var lýst. Ljóst væri að umtalsvert launaskrið hafi orðið og hækkanir sem þessar rími afar illa við áherslur samtakanna. „Stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði að sýna gott fordæmi og undanskilja ekki sjálfa sig í þeim breytingum sem verið sé að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði, þar sem launaþróun stuðlar að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs verðlags,“ sagði í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þá sýnir könnun MMR að mikill meirihluti var á því að samningarnir við lækna ættu ekki að gefa tóninn fyrir aðra. Það vekur þá spurningu hvort forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ættu ekki frekar að líta til launaskriðs stjórnenda þegar þeir leggja línuna fyrir komandi kjarasamninga. Málflutningur Samtaka atvinnulífsins um hóflegar launahækkanir sem stuðli að auknum verðlagsstöðugleika og kaupmætti hljóta að eiga að gilda þvert yfir línuna. Meiriháttar launahækkanir þeirra sem mest hafa á milli handanna á sama tíma og þeir sem minna hafa þurfa að sætta sig við mun minna, í nafni stöðugleika, er plan sem mun aldrei ganga upp. Svör við því hvort þessi þróun í launamálum stjórnenda hafi haldið áfram verða að fást og ef svarið er já – þá mun sá stöðugleiki sem sannarlega hefur náðst ekki verða langlífur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það var sem kunnugt er samið við lækna á dögunum. Allir hljóta að fagna því að samningar hafi náðst, vonandi og líklegast með þeim hætti að læknar muni sætta sig við launahækkunina sem í þeim felst. Og síðan að fleiri í þeirra hópi sjái sér fært að setjast hér að við vinnu sína. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða launahækkanir upp á tugi prósenta. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að hækkunin sé meiri en svigrúm var fyrir í ríkisfjármálunum. Á móti benda læknar á að þeir hafi dregist aftur úr og landflótti þeirra vegna slæmra kjara hafi verið farinn að ógna heilsu þjóðarinnar. Þjóðin virðist hafa haft skilning á þessari sérstöku stöðu lækna. MMR framkvæmdi könnun þegar verkfall lækna stóð yfir fyrir Fréttatímann þar sem fram kom að um 70 prósent þjóðarinnar voru fylgjandi því að læknar fengju meiri launahækkanir en aðrar starfsstéttir í samfélaginu. Þá studdu 87 prósent kjarabaráttu lækna og 92 prósent höfðu áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins. Fulltrúar verkalýðsfélaga biðu hins vegar ekki eftir að blekið þornaði á samningnum áður en þeir fóru að búa í haginn fyrir komandi kjaraviðræður. Um áttatíu kjarasamningar á almenna markaðnum renna út í lok febrúar. Almennt er búist við hörðum vetri í þessum málum – jafnvel átökum. Forseti ASÍ og formaður Verkalýðsfélags Akraness hafa haft sig mest í frammi og lýst því yfir að læknasamningarnir leggi línurnar fyrir komandi samninga. Aðrir samningar eigi að vera sambærilegir þeim sem læknarnir náðu, upp á tugi prósenta. Samtök atvinnulífsins eru því ekki sammála en Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri samtakanna hefur að undanförnu talað um að tími hækkunar lægstu launa sé liðinn, þau hafi hækkað hlutfallslega langt umfram aðra undanfarið. Það er því ekki ólíklegt að spá manna um harðar viðræður muni rætast. Í júlí 2014 var greint frá því í Fréttablaðinu að stjórnendur hækkuðu mun meira í launum en aðrir milli áranna 2012 og 2013, 14,4 prósent að jafnaði. Í kjölfarið sendu Samtök atvinnulífsins frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af launahækkunum stjórnenda var lýst. Ljóst væri að umtalsvert launaskrið hafi orðið og hækkanir sem þessar rími afar illa við áherslur samtakanna. „Stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði að sýna gott fordæmi og undanskilja ekki sjálfa sig í þeim breytingum sem verið sé að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði, þar sem launaþróun stuðlar að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs verðlags,“ sagði í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þá sýnir könnun MMR að mikill meirihluti var á því að samningarnir við lækna ættu ekki að gefa tóninn fyrir aðra. Það vekur þá spurningu hvort forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ættu ekki frekar að líta til launaskriðs stjórnenda þegar þeir leggja línuna fyrir komandi kjarasamninga. Málflutningur Samtaka atvinnulífsins um hóflegar launahækkanir sem stuðli að auknum verðlagsstöðugleika og kaupmætti hljóta að eiga að gilda þvert yfir línuna. Meiriháttar launahækkanir þeirra sem mest hafa á milli handanna á sama tíma og þeir sem minna hafa þurfa að sætta sig við mun minna, í nafni stöðugleika, er plan sem mun aldrei ganga upp. Svör við því hvort þessi þróun í launamálum stjórnenda hafi haldið áfram verða að fást og ef svarið er já – þá mun sá stöðugleiki sem sannarlega hefur náðst ekki verða langlífur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun