Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2015 06:30 Meira en sautján þúsund manns tóku þátt í síðustu mánudagsmótmælum. Vísir/AP Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA. Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA.
Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira