Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2015 12:13 Þröstur Leó Gunnarsson. vísir/ernir Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55
Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30