Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:34 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter. FIFA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter.
FIFA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira