Messan: Jamie Vardy eins og Gary Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2015 16:00 Leicester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og Hjörvar Hafliðason og félagar fóru yfir leik Leicester-liðsins í Messunni í gær. Þeir ræddu líka um Jamie Vardy og þar kom KR-ingurinn Gary Martin við sögu. Gestir Hjörvars í Messunni voru þeir Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni. Umræðuefnið var frammistaða Leicester City og 3-2 sigur liðsins á móti Everton á Goodison Park á laugardaginn var. Jamie Vardy skoraði ekki í leiknum en fiskaði víti sem gaf mark og átti síðan stoðsendingu á Shinji Okazaki í síðasta markinu. „Hann hefur yfirsýn og er alls ekki markagráðugur heldur," sagði Arnar Gunnlaugsson um Jamie Vardy. „Þetta er frábært dæmi um leik Leicester-liðsins á þessu tímabili. Everton á innkast en leikmenn Leicester er mjög ákveðnir og grimmir í að vinna boltann aftur. Þeir vinna hann hátt á vellinum og þá er stutt í mark andstæðinganna," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. Hjörvar Hafliðason segir Jamie Vardy gott dæmi um leikmann sem var ótrúlega öflugur í fótbolta en vantaði hausinn. Allt í einu fóru hlutirnir að detta fyrir hann. „Það eru ekki nema fjögur ár síðan að Jamie Vardy var á netinu rífandi kjaft," sagði Hjörvar og kom með dæmi sem sjá má í myndbandinu sem er í spilaranum fyrir ofan. „Þetta er í anda þess sem við sjáum í Gary Martin. Þar er strákur frá Norður-Englandi sem kemur til Íslands og fer oft bara í tölvuna þegar hann verður ósáttur," sagði Hjövar. Það er hægt að sjá allt spjall strákanna um Jamie Vardy og Leicester City í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Leicester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og Hjörvar Hafliðason og félagar fóru yfir leik Leicester-liðsins í Messunni í gær. Þeir ræddu líka um Jamie Vardy og þar kom KR-ingurinn Gary Martin við sögu. Gestir Hjörvars í Messunni voru þeir Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni. Umræðuefnið var frammistaða Leicester City og 3-2 sigur liðsins á móti Everton á Goodison Park á laugardaginn var. Jamie Vardy skoraði ekki í leiknum en fiskaði víti sem gaf mark og átti síðan stoðsendingu á Shinji Okazaki í síðasta markinu. „Hann hefur yfirsýn og er alls ekki markagráðugur heldur," sagði Arnar Gunnlaugsson um Jamie Vardy. „Þetta er frábært dæmi um leik Leicester-liðsins á þessu tímabili. Everton á innkast en leikmenn Leicester er mjög ákveðnir og grimmir í að vinna boltann aftur. Þeir vinna hann hátt á vellinum og þá er stutt í mark andstæðinganna," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. Hjörvar Hafliðason segir Jamie Vardy gott dæmi um leikmann sem var ótrúlega öflugur í fótbolta en vantaði hausinn. Allt í einu fóru hlutirnir að detta fyrir hann. „Það eru ekki nema fjögur ár síðan að Jamie Vardy var á netinu rífandi kjaft," sagði Hjörvar og kom með dæmi sem sjá má í myndbandinu sem er í spilaranum fyrir ofan. „Þetta er í anda þess sem við sjáum í Gary Martin. Þar er strákur frá Norður-Englandi sem kemur til Íslands og fer oft bara í tölvuna þegar hann verður ósáttur," sagði Hjövar. Það er hægt að sjá allt spjall strákanna um Jamie Vardy og Leicester City í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira