Fram úr drungalegustu vonum Björn Teitsson skrifar 24. desember 2015 10:00 Platan Circus life með hljómsveitinni Fufanu. Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum. Menning Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum.
Menning Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira