Það er búið að staðfesta að þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff mun spila með þýska meisturunum í Kiel á næsta tímabili.
Þessi 24 ára markvörður átti ekki að fara til Kiel fyrr en sumarið 2017 en nú er ljóst að hann fer frá Wetzlar strax næsta sumar.
„Við vorum að vonast eftir því að hann myndi klára samninginn hjá okkur en það var ljóst að við áttum ekki möguleika þegar Kiel kallaði á hann,“ sagði Björn Seipp, framkvæmdastjóri Wetzlar.
„Það er venjulega lítið hægt að gera þegar Kiel vill fá einhverja leikmenn.“
Wolff hefur verið á stöðugri uppleið og verður með þýska landsliðinu á EM í janúar. Hann á eftir að mynda sterkt markvarðarpar með Dananum Niklas Landin.
Alfreð fær nýjan markvörð næsta sumar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




