Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 09:30 Birkir Bjarnason verður í Frakklandi. En þú? vísir/vilhelm Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira