Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 16:34 Þær Steinunn Ólína og Kristrún Elsa eru ekki á eitt sáttar og vísar sú fyrrnefnda gagnrýni hinnar síðarnefndu til föðurhúsanna. Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58