Graskerssúpa Rikka skrifar 11. desember 2015 15:00 visir/RósaGuðbjarts Graskerssúpa Grasker eru ekki beint algeng á borðum landsmanna. Helst að stóru graskerin hafi verið flutt inn og fengist í verslunum hérlendis í október og nóvember í kringum hrekkjavöku- og þakkargjarðarhátíðirnar útlensku sem Íslendingar hafa í vaxandi mæli farið að halda upp á. En sú tegund graskerja sem algengust er í matargerð er svokallað „butternut squash” sem er mun minna en þau stóru og öðruvísi í laginu. Þau hafa á undanförnum árum einnig fengist í sumum verslunum hérlendis og fólk að byrja að fikra sig áfram við notkun þeirra. Eftir eldun minnir það nokkuð á sætar kartöflur en graskerið er gott bakað í ofni sem meðlæti, í pottrétti, salöt og ýmislegt annað. Og síðast en ekki síst í súpur. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, sneiddur 1 epli, skrælt og skorið í bita 1 tsk. rósmarín þurrkað eða 1 msk. ferskt 1 tsk. kanilduft 700 g grasker(butternut squash), skrælt og skorið í bita 750 ml grænmetissoð salt og pipar Meðlæti og skraut ristuð graskersfræ léttþeyttur rjómi eða sýrður rjómi, ef vill 1. Mýkið lauk og epli í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið síðan rósmarín og kanildufti vel saman við. 3. Bætið síðan graskeri út í og hellið grænmetissoðinu saman við. Saltið og piprið. 4. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt og fulleldað. 5. Takið af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara þar til verður slétt og mjúk. Ef þið viljið þynna súpuna bætið þá aðeins við grænmetissoði eða vatni. Smakkið til og bætið í kryddið að smekk. 6. Berið fram með ristuðum graskersfræjum og rjóma ef vill. Tilbreyting Gott er að bæta einni lítilli dós af kókosmjólk saman við súpuna og um 1 tsk. af fersku, rifnu engiferi. Engiferið er þá sett í grunninn strax í upphafi með lauknum og kókosmjólkinni bætt út í við lok suðutímans. Minnkið þá grænmetissoðið í súpunni um 100 ml. Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Graskerssúpa Grasker eru ekki beint algeng á borðum landsmanna. Helst að stóru graskerin hafi verið flutt inn og fengist í verslunum hérlendis í október og nóvember í kringum hrekkjavöku- og þakkargjarðarhátíðirnar útlensku sem Íslendingar hafa í vaxandi mæli farið að halda upp á. En sú tegund graskerja sem algengust er í matargerð er svokallað „butternut squash” sem er mun minna en þau stóru og öðruvísi í laginu. Þau hafa á undanförnum árum einnig fengist í sumum verslunum hérlendis og fólk að byrja að fikra sig áfram við notkun þeirra. Eftir eldun minnir það nokkuð á sætar kartöflur en graskerið er gott bakað í ofni sem meðlæti, í pottrétti, salöt og ýmislegt annað. Og síðast en ekki síst í súpur. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, sneiddur 1 epli, skrælt og skorið í bita 1 tsk. rósmarín þurrkað eða 1 msk. ferskt 1 tsk. kanilduft 700 g grasker(butternut squash), skrælt og skorið í bita 750 ml grænmetissoð salt og pipar Meðlæti og skraut ristuð graskersfræ léttþeyttur rjómi eða sýrður rjómi, ef vill 1. Mýkið lauk og epli í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið síðan rósmarín og kanildufti vel saman við. 3. Bætið síðan graskeri út í og hellið grænmetissoðinu saman við. Saltið og piprið. 4. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt og fulleldað. 5. Takið af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara þar til verður slétt og mjúk. Ef þið viljið þynna súpuna bætið þá aðeins við grænmetissoði eða vatni. Smakkið til og bætið í kryddið að smekk. 6. Berið fram með ristuðum graskersfræjum og rjóma ef vill. Tilbreyting Gott er að bæta einni lítilli dós af kókosmjólk saman við súpuna og um 1 tsk. af fersku, rifnu engiferi. Engiferið er þá sett í grunninn strax í upphafi með lauknum og kókosmjólkinni bætt út í við lok suðutímans. Minnkið þá grænmetissoðið í súpunni um 100 ml.
Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira