Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2015 16:30 Ban Ki-moon segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. Vísir/Getty Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“ Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“
Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira