Formaður íslensku samninganefndarinnar í París: „Ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 15:24 Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar í París. VÍSIR/UNFCCC „Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
„Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52