Ísland verður með Portúgal í riðli og spilar leiki sína í Saint-Etienne 14. júní, Marseille 18. júní og Saint-Denis rétt norðan við París 22. júní. Þetta varð ljóst þegar dregið var í riðla á EM 2016 í dag.
Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik þann 14. júní klukkan 19.00. Leikurinn fer fram í Saint-Etienne.
Fyrst var dregið úr fyrsta styrkleikaflokki og svo þeim fjórða, sem Ísland var í.
Þegar þetta er skrifað er ekki enn ljóst hvaða lið Ísland fær úr öðrum og þriðja styrkleikaflokki.
Uppfært 17.48: Ísland mætir Ungverjalandi í Marseille þann 18. júní.
Uppfært 17.53: Ísland mætir Austurríki á Stade de France í Saint-Denis þann 22. júní.
Leikir Íslands:
14. júní kl. 19.00 í Saint-Etienne: Portúgal - Ísland
18. júní kl. 16.00 í Marseille: Ísland - Ungverjaland
22. júní kl. 16.00 á Stade de France: Ísland - Austurríki
Bein lýsing frá drættinum.
