Þeir félagarnir virtust hafa verið að fylgjast með EM-drættinum í rútu, líklega á leið til Sion þar sem meistararnir eiga leik við heimamenn í svissnesku úrvalsdeildinni á morgun.
Sjá einnig:Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“
Þeir félagarnir tóku af sér mynd sem Janko skellti á Twitter-síðu sína og skrifaði: „Hlakka til spila á móti vini mínum Birki!!!“
Marc Janko er mikill markahrókur, en hann er búinn að skora þrettán mörk í fjórtán leikjum fyrir Basel í úrvalseildinni í Sviss á þessu tímabili.
Þeir félagarnir mætast á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands, í París þann 22. júní á næsta ári. Það verður lokaleikur riðilsins.
Looking forward to play against my friend Birkir!!! pic.twitter.com/gGiP0oGM9x
— Marc Janko (@JankoMarc) December 12, 2015