Borussia Dortmund vann 4-1 heimasigur á tíu mönnum Eintracht Frankfurt í dag og er nú fimm stigum á eftir toppliði Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Pierre-Emerick Aubameyang bætti við enn einu markinu en átti að skora fleiri.
Dortmund hefur unnið þrjá deildarleiki í röð en það gæti orðið erfitt að vinna upp forskot Bæjara sem tapa afar fáum stigum.
Útlitið var þó ekki bjart fyrir liðsmenn Dortmund sem lentu undir í leiknum eftir aðeins sex mínútna leik.
Henrikh Mkhitaryan jafnaði metin átján mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Pierre-Emerick Aubameyang og Aubameyang leyfði sér að klikka á vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks.
Slobodan Medojević hjá Frankfurt hafði þá fengið sitt annað gula spjald í leiknum og Frankfurt var því manni færri allan seinni hálfleikinn.
Pierre-Emerick Aubameyang bætti fyrir vítaklúðrið með því að koma Dortmund í 2-1 á 57. mínútu eftir sendingu Shinji Kagawa og fjórum mínútum var staðan orðin 3-1 eftir mark miðvarðarins Mats Hummels.
Varamaðurinn Adrián Ramos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 86. mínútu.
Pierre-Emerick Aubameyang var þarna að skora sitt átjánda deildarmark á tímabilinu en hann er markahæstur í deildinni með þremur mörkum meira en Robert Lewandowski hjá Bayern München.
Dortmund minnkaði forskot Bayern í fimm stig
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti