

Grýla setur óþekk börn í poka og borðar þau síðan samkvæmt Máneyju Þuru sem var spurð út í jólin ásamt fleiri börnum úr Seljaskóla.
Kristján Helgi Garðarsson, nemandi í Seljaskóla, fer á sleða og snjóbretti um jólin. Hann segir jólin vera haldin í tilefni þess að guð á afmæli en Kristján var spurður út í jólahald á dögunum.
Adam Ómari, nemanda í Seljaskóla, þykir gott að vera heima um jólin og horfa á bíómyndir. Hann var spurður út í jólahald á dögunum.
Aníta Sóley Gunnarsdóttir er nemi í fyrsta bekk Seljaskóla. Hún var nýlega spurð út í jólahaldið framundan.
Alma Fenger, nemandi í Seljaskóla, var spurð út í jólin og tilgang þeirra.
Heiðbjört Líf Ólafsdóttir, nemi í Seljaskóla, telur jólasveinana nota duft og sleða þegar þeir gefa börnum í skóinn. Heiðbjört var spurð út í jólin eins og fleiri nemendur Seljaskóla.
Stefán Pétur Bragason, telur að jólasveinarnir brjóti glugga til að koma góssi í skó barna. Hann og fleiri nemendur Seljaskóla voru spurðir út í jólin á dögunum.