Merkel vill verulega fækkun á fjölda flóttamanna sem leita til Þýskalands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2015 12:13 Angela Merkel segir að leita verði leiða til að draga úr komu flóttamanna til Þýskalands. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill sjá verulega fækkun á fjölda flóttamanna sem leita til Þýskalands á hverju ári. Hún hefur að undanförnu fundið fyrir þrýstingi flokksfélaga sinna í þessum málum en flokksþing flokks hennar, Kristilegra demókrata, hefst í dag. Hingað til hefur Merkel staðist þrýsting frá ákveðnum hópi samflokksmanna hennar sem vilja setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma til Þýskalands en talið er að meira en 340.000 flóttamenn muni koma til landsins á þessu ári.Sjá einnig: Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi„Við höfum meðtekið áhyggjur fólks sem hefur áhyggjur af framtíðinni og við viljum sjá verulega fækkun á því fólki sem kemur hingað til okkar,“ sagði Merkel í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD. Merkel tók það sérstaklega fram að ekki væri um að ræða einhverskonar þak á fjölda flóttamanna. Í tillögunni hennar, sem rædd verður á flokksþingi Kristilega demótrata, væri gert ráð fyrir aukinni samvinnu við Tyrkland og að bæta ætti flóttamannabúðir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu auk þess sem mikilvægt væri að styrkja ytri landamæri Evrópu.Sjá einnig: Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu áriMerkel hefur vakið athygli og aðdáun margra fyrir stuðning hennar við flóttamenn og var hún meðal annars nýverið valin maður ársins hjá tímaritinu Time.Stuðningur við hana heima fyrir hefur þó fallið og íhaldssamir gagnrýnendur hennar vilja að henni takist að fækka fjölda flóttamanna sem koma til landsins fyrir þrjár svæðisbundnar kosningar í mars ella séu möguleikar hennar á að verða kosin i fjórða sinn verulega laskaðir. Mikil gleði var á jólaballi félagsins sem var haldið á laugardaginn í Gullhömrum. Dansað í kring um jólatré og hressir jólasveinar heimsóttu okkur.Posted by Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar on Monday, 14 December 2015 Flóttamenn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill sjá verulega fækkun á fjölda flóttamanna sem leita til Þýskalands á hverju ári. Hún hefur að undanförnu fundið fyrir þrýstingi flokksfélaga sinna í þessum málum en flokksþing flokks hennar, Kristilegra demókrata, hefst í dag. Hingað til hefur Merkel staðist þrýsting frá ákveðnum hópi samflokksmanna hennar sem vilja setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma til Þýskalands en talið er að meira en 340.000 flóttamenn muni koma til landsins á þessu ári.Sjá einnig: Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi„Við höfum meðtekið áhyggjur fólks sem hefur áhyggjur af framtíðinni og við viljum sjá verulega fækkun á því fólki sem kemur hingað til okkar,“ sagði Merkel í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD. Merkel tók það sérstaklega fram að ekki væri um að ræða einhverskonar þak á fjölda flóttamanna. Í tillögunni hennar, sem rædd verður á flokksþingi Kristilega demótrata, væri gert ráð fyrir aukinni samvinnu við Tyrkland og að bæta ætti flóttamannabúðir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu auk þess sem mikilvægt væri að styrkja ytri landamæri Evrópu.Sjá einnig: Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu áriMerkel hefur vakið athygli og aðdáun margra fyrir stuðning hennar við flóttamenn og var hún meðal annars nýverið valin maður ársins hjá tímaritinu Time.Stuðningur við hana heima fyrir hefur þó fallið og íhaldssamir gagnrýnendur hennar vilja að henni takist að fækka fjölda flóttamanna sem koma til landsins fyrir þrjár svæðisbundnar kosningar í mars ella séu möguleikar hennar á að verða kosin i fjórða sinn verulega laskaðir. Mikil gleði var á jólaballi félagsins sem var haldið á laugardaginn í Gullhömrum. Dansað í kring um jólatré og hressir jólasveinar heimsóttu okkur.Posted by Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar on Monday, 14 December 2015
Flóttamenn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira