Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2015 15:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ætlar ekki að tjá sig um ástæður þess að starfsmanni hjá embættinu var veitt leyfi frá störfum og svo færður til í starfi fyrr á árinu. Ástæðan er sú, eins og Vísir fjallaði um í morgun, að grunur leikur á um að viðkomandi starfsmaður hafi lekið upplýsingum um mál sem voru til skoðunar hjá lögreglu. Viðkomandi starfsmaður hafði meðal annars aðgang að upplýsingum sem gátu haft áhrif á umfangsmikil fíkniefnamál.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson vildu hvorugt tjá sig um málið í morgun og vísuðu á Sigríði Björk.VísirAldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildu hvorugt tjá sig um málið í samtali við Vísi í morgun. Töldu þau réttast að Sigríður Björk svaraði fyrir málið þar sem hún væri lögreglustjórinn. Sigríður Björk var vant við látin þegar blaðamaður heyrði í henni á ellefta tímanum í morgun en boðaði svör í framhaldinu. Var óskað eftir skriflegri fyrirspurn sem blaðamaður sendi um hæl. Maðurinn sem færður var til í starfi er lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/GVAMargir mánuðir liðnir frá breytingum Í skriflegu og knöppu svari Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa LRH, fyrir hönd Sigríðar Bjarkar sem barst fréttastofu á þriðja tímanum segir að ekki sé hægt að veita neinar upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá beri að hafa í huga að embætti ríkissaksóknara fari með mál „ef um er að ræða ætlað refsivert brot lögreglumanns við framkvæmd starfa hans.“ Ekkert kemur fram í svari lögreglu hvort málinu hafi verið vísað til ríkissaksóknara til að fá óháða rannsókn á meintum leka. Heimildir Vísis herma að töluverður tími sé liðinn, nokkrir mánuðir, síðan starfsmaðurinn var færður til innan lögreglu vegna þráláts orðróms um leka. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ætlar ekki að tjá sig um ástæður þess að starfsmanni hjá embættinu var veitt leyfi frá störfum og svo færður til í starfi fyrr á árinu. Ástæðan er sú, eins og Vísir fjallaði um í morgun, að grunur leikur á um að viðkomandi starfsmaður hafi lekið upplýsingum um mál sem voru til skoðunar hjá lögreglu. Viðkomandi starfsmaður hafði meðal annars aðgang að upplýsingum sem gátu haft áhrif á umfangsmikil fíkniefnamál.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson vildu hvorugt tjá sig um málið í morgun og vísuðu á Sigríði Björk.VísirAldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildu hvorugt tjá sig um málið í samtali við Vísi í morgun. Töldu þau réttast að Sigríður Björk svaraði fyrir málið þar sem hún væri lögreglustjórinn. Sigríður Björk var vant við látin þegar blaðamaður heyrði í henni á ellefta tímanum í morgun en boðaði svör í framhaldinu. Var óskað eftir skriflegri fyrirspurn sem blaðamaður sendi um hæl. Maðurinn sem færður var til í starfi er lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/GVAMargir mánuðir liðnir frá breytingum Í skriflegu og knöppu svari Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa LRH, fyrir hönd Sigríðar Bjarkar sem barst fréttastofu á þriðja tímanum segir að ekki sé hægt að veita neinar upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá beri að hafa í huga að embætti ríkissaksóknara fari með mál „ef um er að ræða ætlað refsivert brot lögreglumanns við framkvæmd starfa hans.“ Ekkert kemur fram í svari lögreglu hvort málinu hafi verið vísað til ríkissaksóknara til að fá óháða rannsókn á meintum leka. Heimildir Vísis herma að töluverður tími sé liðinn, nokkrir mánuðir, síðan starfsmaðurinn var færður til innan lögreglu vegna þráláts orðróms um leka.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15
Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45