„Þetta er búinn að vera rosalegur dagur“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 16:50 Hermann Ragnarsson vinnur að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar. Vísir/Stöð 2 Múrarameistarinn Hermann Ragnarsson vinnur nú hörðum höndum að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðastliðinn fimmtudag. DV sagði fyrst frá. Sjá hér. Annars vegar er það fjölskylda Pllum Lalaj, eiginkona hans og þriggja ára drengur sem er hjartveikur og hjónin Kastrijot Pepoj og Xhulia og börn þeirra Klea og Kevi en Kevi er með slímseigjusjúkdóm. Í samtali við Vísi segist Hermann hafa verið á fundum í allan dag, annars vegar hjá lögfræðistofunni Rétti sem er honum innan handar við umsóknina, Rauða krossinum og einnig hefur hann verið með túlka á bakinu í allan dag til að hringja út í Albaníu til að safna upplýsingum fyrir umsóknina. „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur,“ segir Hermann en verki hans er hvergi nærri lokið því seinna í kvöld fer hann á fund með hópi sem aðstoðar hann með fjáröflum fyrir fjölskyldurnar. Hann segir að ef umsóknirnar verði ekki lagðar inn í kvöld þá muni það gerast strax í fyrramálið. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Múrarameistarinn Hermann Ragnarsson vinnur nú hörðum höndum að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðastliðinn fimmtudag. DV sagði fyrst frá. Sjá hér. Annars vegar er það fjölskylda Pllum Lalaj, eiginkona hans og þriggja ára drengur sem er hjartveikur og hjónin Kastrijot Pepoj og Xhulia og börn þeirra Klea og Kevi en Kevi er með slímseigjusjúkdóm. Í samtali við Vísi segist Hermann hafa verið á fundum í allan dag, annars vegar hjá lögfræðistofunni Rétti sem er honum innan handar við umsóknina, Rauða krossinum og einnig hefur hann verið með túlka á bakinu í allan dag til að hringja út í Albaníu til að safna upplýsingum fyrir umsóknina. „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur,“ segir Hermann en verki hans er hvergi nærri lokið því seinna í kvöld fer hann á fund með hópi sem aðstoðar hann með fjáröflum fyrir fjölskyldurnar. Hann segir að ef umsóknirnar verði ekki lagðar inn í kvöld þá muni það gerast strax í fyrramálið. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15