Ryder-bikarinn mun fara fram á Ítalíu í fyrsta sinn árið 2022 en þetta var tilkynnt af stjórn Evrópumótaraðarinnar í gær.
Leikið verður á Marco Simone vellinum sem er rétt fyrir utan Róm en völlurinn er umkrindur af fallegum vínerkrum og fögrum gömlum byggingum.
Þýskaland, Spánn og Austurríki sóttu einnig um að fá að halda mótið en talið er að Ítalía hafi verið valin vegna myndarlegs fjárstuðnings, meðal annars frá ítölskum yfirvöldum.
Það virðist vera mikill metnaður fyrir því að Ítalía laði að sér bestu kylfinga heims en til að mynda mun verðlaunafé á Opna ítalska meistaramótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, fimmfaldast frá og með árinu 2017.
Ryder-bikarinn verður næst haldinn á Hazeltine vellinum í Minnesota í Bandaríkjunum á næsta ári.
Ryderinn fer til Rómar

Mest lesið




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn



Sjö lið skiptust á sex leikmönnum
Körfubolti