Mustang gegn Lamborghini í drifti Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 16:11 Ein flottustu bílamyndbönd sem framleidd sjá má eru gerð af Monster sem er framleiðandi orkudrykkja. Hér hefur Monster att saman tveimur af hæfari drifturum heims, Japananum Daigi Saito og Bandaríkjamanninum Vaughn Gittin Jr. Bílar þeirra eru ekki af verri endanum en Saito ekur Lamborghini Aventador sem er 650 hestöfl og Gittin ekur 550 hestafla Ford Mustang. Þeir aka skemmtilega vegi sem þræða skóglendi í Japan. Það sem gerir þetta myndskeið svo gott er þó ekki endilega frábær akstur þessara tveggja ágætu ökumanna heldur er myndatökumaðurinn Luke Huxham á Porsche bíl á undan eða eftir drifturunum og nær með því afar athygliverðum myndum. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Ein flottustu bílamyndbönd sem framleidd sjá má eru gerð af Monster sem er framleiðandi orkudrykkja. Hér hefur Monster att saman tveimur af hæfari drifturum heims, Japananum Daigi Saito og Bandaríkjamanninum Vaughn Gittin Jr. Bílar þeirra eru ekki af verri endanum en Saito ekur Lamborghini Aventador sem er 650 hestöfl og Gittin ekur 550 hestafla Ford Mustang. Þeir aka skemmtilega vegi sem þræða skóglendi í Japan. Það sem gerir þetta myndskeið svo gott er þó ekki endilega frábær akstur þessara tveggja ágætu ökumanna heldur er myndatökumaðurinn Luke Huxham á Porsche bíl á undan eða eftir drifturunum og nær með því afar athygliverðum myndum. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent