Dæmdur en ekki gerð refsing fyrir að framvísa fölsuðu albönsku vegabréfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2015 17:55 Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði. Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði.
Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira