Óhjákvæmilegt að refsa Tyrkjum Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2015 05:00 Að venju var mikið fjölmenni á hinum árlega blaðamannafundi Pútíns, sem sjónvarpað var í gær. vísir/epa Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira