Eins og partí í heimahúsi þar sem stórfjölskylda er að skemmta sér og öðrum Jónas Sen skrifar 18. desember 2015 11:15 „Sönggleðin var allan tímann smitandi,“ segir í dómnum. Tónlist Kórtónleikar Vox populi söng fjölbreytta jóladagskrá Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Grafarvogskirkju Miðvikudaginn 16. desember Faðirvorið á svahílí er ekki eitthvað sem maður heyrir á hverjum degi hér norður í ballarhafi. En það var eitt af því sem var boðið upp á á jólatónleikum kórsins Vox populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Grafarvogskirkju á miðvikudagskvöldið. Kórinn var stofnaður árið 2008 og er skólakór Borgarholtsskóla. Hann samanstendur af núverandi og fyrrverandi nemendum skólans, en aldur kórmeðlima mun vera 16 til 30 ára. Á dagskránni voru alls konar jólalög sem flestir þekkja. Gnægð er af slíkum tónleikum á þessum árstíma. Það sem gerði dagskrána óvanalega var hve útsetningarnar á lögunum voru fjölbreyttar. Þó virtist svo ekki vera í upphafi tónleikanna. Aðeins tveir hljóðfæraleikarar voru á sviðinu, þeir Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Gunnar Hrafnsson á bassa. Það gaf ekki fyrirheit um að neitt sérstakt væri í aðsigi. En það er hægt að gera ótalmargt úr litlum efniviði ef hugmyndaflugið er í lagi. Segja má að hvert einasta atriði tónleikanna hafi komið á óvart. Fyrir það fyrsta voru margir kórmeðlima settir í einsöngshlutverk. Það var nánast nýr einsöngvari í hverju lagi. Sum lögin voru kostuleg, eins og Annar í jólum eftir Baggalút. Þar er textinn um jólaboð með akfeitum frændum sem eru búnir að borða yfir sig, einnig útkeyrðum húsmæðrum og hávaðasömum börnum með alltof mikinn sykur í blóðinu. Í einu laginu steig íturvaxið par fagran dans, og í öðru settist lítill hópur kórmeðlima niður og sló sér á lær á meðan hann söng. Svo má ekki gleyma bítboxaranum Kristni Ágústssyni sem kryddaði tónleikana svo um munaði undir lokin. Hljómsveitin lék líka listavel. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær vondu eru að fæstir kórfélagarnir réðu við einsönginn. Sumir voru pínlega falskir og aðrir hreinlega raddlausir. Einn og einn stóð vissulega upp úr og söng vel, en það var undantekningin frekar en reglan. Hins vegar var sönggleðin allan tímann smitandi, og þar sem þetta voru heimilislegir jólatónleikar þá skiptu misfellurnar minna máli en ella. Andrúmsloftið var meira eins og manni hefði verið boðið í partí í heimahúsi þar sem stór fjölskylda er að skemmta sér og öðrum með því að syngja og vera með alls konar flipp. En aftur að góðu fréttunum. Ég gleymdi að segja að þó að einsöngurinn hafi ekki staðist væntingar þá var samsöngurinn hreint út sagt prýðilegur. Hann var þéttur og mismundandi raddsvið samsvöruðu sér vel. Svo var hann líka kraftmikill. Fyrir svo ungan kór þá er það afrek í sjálfu sér.Niðurstaða: Vægast sagt misjafn einsöngur, en vandaður samsöngur og stemningin var skemmtileg. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Kórtónleikar Vox populi söng fjölbreytta jóladagskrá Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Grafarvogskirkju Miðvikudaginn 16. desember Faðirvorið á svahílí er ekki eitthvað sem maður heyrir á hverjum degi hér norður í ballarhafi. En það var eitt af því sem var boðið upp á á jólatónleikum kórsins Vox populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Grafarvogskirkju á miðvikudagskvöldið. Kórinn var stofnaður árið 2008 og er skólakór Borgarholtsskóla. Hann samanstendur af núverandi og fyrrverandi nemendum skólans, en aldur kórmeðlima mun vera 16 til 30 ára. Á dagskránni voru alls konar jólalög sem flestir þekkja. Gnægð er af slíkum tónleikum á þessum árstíma. Það sem gerði dagskrána óvanalega var hve útsetningarnar á lögunum voru fjölbreyttar. Þó virtist svo ekki vera í upphafi tónleikanna. Aðeins tveir hljóðfæraleikarar voru á sviðinu, þeir Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Gunnar Hrafnsson á bassa. Það gaf ekki fyrirheit um að neitt sérstakt væri í aðsigi. En það er hægt að gera ótalmargt úr litlum efniviði ef hugmyndaflugið er í lagi. Segja má að hvert einasta atriði tónleikanna hafi komið á óvart. Fyrir það fyrsta voru margir kórmeðlima settir í einsöngshlutverk. Það var nánast nýr einsöngvari í hverju lagi. Sum lögin voru kostuleg, eins og Annar í jólum eftir Baggalút. Þar er textinn um jólaboð með akfeitum frændum sem eru búnir að borða yfir sig, einnig útkeyrðum húsmæðrum og hávaðasömum börnum með alltof mikinn sykur í blóðinu. Í einu laginu steig íturvaxið par fagran dans, og í öðru settist lítill hópur kórmeðlima niður og sló sér á lær á meðan hann söng. Svo má ekki gleyma bítboxaranum Kristni Ágústssyni sem kryddaði tónleikana svo um munaði undir lokin. Hljómsveitin lék líka listavel. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær vondu eru að fæstir kórfélagarnir réðu við einsönginn. Sumir voru pínlega falskir og aðrir hreinlega raddlausir. Einn og einn stóð vissulega upp úr og söng vel, en það var undantekningin frekar en reglan. Hins vegar var sönggleðin allan tímann smitandi, og þar sem þetta voru heimilislegir jólatónleikar þá skiptu misfellurnar minna máli en ella. Andrúmsloftið var meira eins og manni hefði verið boðið í partí í heimahúsi þar sem stór fjölskylda er að skemmta sér og öðrum með því að syngja og vera með alls konar flipp. En aftur að góðu fréttunum. Ég gleymdi að segja að þó að einsöngurinn hafi ekki staðist væntingar þá var samsöngurinn hreint út sagt prýðilegur. Hann var þéttur og mismundandi raddsvið samsvöruðu sér vel. Svo var hann líka kraftmikill. Fyrir svo ungan kór þá er það afrek í sjálfu sér.Niðurstaða: Vægast sagt misjafn einsöngur, en vandaður samsöngur og stemningin var skemmtileg.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira