Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. Það vakti vægast sagt mikla reiði í samfélaginu tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur voru sendar úr landi í lögreglufylgd í liðinni viku. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Fjölskyldurnar sóttu um ríkisborgararétt á þriðjudag og í dag varð ljóst að af því yrði. Hermann Ragnarsson var að vonum ánægður með fréttirnar en hann unnið baki brotnu að því undanfarna daga að hjálpa fjölskyldunum að komast aftur til landsins. Fréttamaður hitti hann þegar hann var við það að hringja í Pepaj fjölskylduna á Skype með aðstoð túlks til að segja þeim gleðifréttirnar. Fjölskyldan segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. Þau segjast vera þakklát íslensku þjóðinni og að þetta sé besta jólagjöf sem Kevi litli hefði getað fengið. Þau hlakka mikið til að koma aftur til Íslands en á meðan vinnur Hermann að því að finna þeim húsnæði og annað í tengslum við komuna sem er áætluð tíunda janúar. Hann hefur því sett af stað söfnun fyrir fjölskyldurnar sem hægt er að leggja lið hér. Hægt er að sjá viðbrögð fjölskyldunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. Það vakti vægast sagt mikla reiði í samfélaginu tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur voru sendar úr landi í lögreglufylgd í liðinni viku. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Fjölskyldurnar sóttu um ríkisborgararétt á þriðjudag og í dag varð ljóst að af því yrði. Hermann Ragnarsson var að vonum ánægður með fréttirnar en hann unnið baki brotnu að því undanfarna daga að hjálpa fjölskyldunum að komast aftur til landsins. Fréttamaður hitti hann þegar hann var við það að hringja í Pepaj fjölskylduna á Skype með aðstoð túlks til að segja þeim gleðifréttirnar. Fjölskyldan segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. Þau segjast vera þakklát íslensku þjóðinni og að þetta sé besta jólagjöf sem Kevi litli hefði getað fengið. Þau hlakka mikið til að koma aftur til Íslands en á meðan vinnur Hermann að því að finna þeim húsnæði og annað í tengslum við komuna sem er áætluð tíunda janúar. Hann hefur því sett af stað söfnun fyrir fjölskyldurnar sem hægt er að leggja lið hér. Hægt er að sjá viðbrögð fjölskyldunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira