Ástandið á Tiger Woods og menn velta því nú fyrir sér hvort ferli hans sé lokið.
Tiger fór í aðgerðir í september og október síðastliðinn og bíður nú bara eftir því að geta gert eitthvað. Vandamálið er að hann hefur ekki hugmynd um hvenær hann geti farið að gera eitthvað.
„Það er ekkert svar, enginn tími kominn á endurkomu eða hvenær ég geti farið að æfa aftur. Ég get ekki hlakkað til neins. Það er ekkert ljós í enda ganganna hjá mér," sagði Tiger þungur á brún.
Aðgerðirnar voru til að losa um klemmda taug. Læknarnir vita ekkert hvenær hann verði orðinn betri og Tiger virðist vera orðinn hálfþunglyndur á þessu ástandi.
„Ég er aðallega bara að spila tölvuleiki og svo labba ég. Það er nú ekki annað sem ég geri þessa dagana."
Woods verður fertugur þann 30. desember.
Ekkert ljós í enda ganganna hjá Tiger
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn
