Fótbolti

Luca Toni hættir í vor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Luca Toni, liðsfélagi Emils Hallfreðssonar, hefur tilkynnt að þetta verði hans síðasta tímabil í boltanum en hann er 38 ára.

Toni varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006 og afrekaði að verða markakóngur ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er hann skoraði 22 mörk.

Hellas Verona hefur þó gengið afleitlega það sem af er tímabili og Toni aðeins skorað eitt mörk í síðustu sjö leikjum sínum. Liðið er neðst í ítölsku deildinni með sex stig eftir fimmtán umferðir og á enn eftir að vinna leik.

Sjá einnig: Verona enn án sigurs eftir fimmtán umferðir

„Ég held að það sé tímabært að hætta,“ sagði Toni við ítalska fjölmiðla í dag. „Ég vona að ég nái að fagna í lokin með því að halda Verona uppi í Serie A.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×