Undarlegur unglingafaraldur Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 7. desember 2015 11:30 Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni Höfundur: Hilmar Örn Oddsson Myndir: Erla María Árnadóttir Útgefandi: Bókabeitan 144 bls. Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni er fjórða bókin um hina málglöðu Millu, eftir Hilmar Örn Óskarsson. Í þessari bók mætir hún mikilli ógn, sem margir eiga erfitt með að skilja og kljást við -- nefnilega unglingum. Kamilla á einkar auðvelt með að koma sér í klandur enda á hún erfitt með að láta ósagt hvað það sem henni dettur í hug. Í þessari bók leggst vinahópur Kamillu á eitt þegar Katla orðar við þau áhyggjur sínar af eldri systur sinni, Karítas, sem er farin að haga sér vægast sagt stórfurðulega. Svo heppilega vill til að Felix, einn úr vinahópnum, er einmitt að rannsaka þennan dularfulla þjóðfélagshóp. Þegar hópurinn leggst á eitt, ásamt vísindamanninum Elías Emil, fer boltinn að rúlla og fjör að færast í leikinn. Bókin er, líkt og fyrri bækurnar, full af skemmtilegum persónum. Vinahópurinn hennar Kamillu leikur aðalhlutverkið, auk vísindamannsins Elíasar Emils. Hópurinn samanstendur af kostulegum persónum sem ólíklegt er að vinni vinsældakeppnir í grunnskólanum sínum, enda jafnólíklegt að þær sækist eftir því. Hugsanlega mætti lýsa Kamillubókunum sem einhvers konar furðulegri blöndu af Bertbókunum og Fimmbókunum með örlitlum keim af Línu langsokk. Fyrri bækur um Kamillu einkenndust af orðagríni og stöðugum leik með tungumálið. Hér hefur höfundur aðeins slakað á í orðagríninu en slær ekkert af í húmor. Aðdáendur þurfa þó ekki að fyllast áhyggjum, það er enn nógur forði af orðaglensi.Niðurstaða: Líkt og fyrri bækurnar um Kamillu vindmyllu er þessi full af gríni og glensi og skemmtilegum persónum. Hress bók sem ætti ekki að svíkja Kamilluaðdáendur. Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni Höfundur: Hilmar Örn Oddsson Myndir: Erla María Árnadóttir Útgefandi: Bókabeitan 144 bls. Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni er fjórða bókin um hina málglöðu Millu, eftir Hilmar Örn Óskarsson. Í þessari bók mætir hún mikilli ógn, sem margir eiga erfitt með að skilja og kljást við -- nefnilega unglingum. Kamilla á einkar auðvelt með að koma sér í klandur enda á hún erfitt með að láta ósagt hvað það sem henni dettur í hug. Í þessari bók leggst vinahópur Kamillu á eitt þegar Katla orðar við þau áhyggjur sínar af eldri systur sinni, Karítas, sem er farin að haga sér vægast sagt stórfurðulega. Svo heppilega vill til að Felix, einn úr vinahópnum, er einmitt að rannsaka þennan dularfulla þjóðfélagshóp. Þegar hópurinn leggst á eitt, ásamt vísindamanninum Elías Emil, fer boltinn að rúlla og fjör að færast í leikinn. Bókin er, líkt og fyrri bækurnar, full af skemmtilegum persónum. Vinahópurinn hennar Kamillu leikur aðalhlutverkið, auk vísindamannsins Elíasar Emils. Hópurinn samanstendur af kostulegum persónum sem ólíklegt er að vinni vinsældakeppnir í grunnskólanum sínum, enda jafnólíklegt að þær sækist eftir því. Hugsanlega mætti lýsa Kamillubókunum sem einhvers konar furðulegri blöndu af Bertbókunum og Fimmbókunum með örlitlum keim af Línu langsokk. Fyrri bækur um Kamillu einkenndust af orðagríni og stöðugum leik með tungumálið. Hér hefur höfundur aðeins slakað á í orðagríninu en slær ekkert af í húmor. Aðdáendur þurfa þó ekki að fyllast áhyggjum, það er enn nógur forði af orðaglensi.Niðurstaða: Líkt og fyrri bækurnar um Kamillu vindmyllu er þessi full af gríni og glensi og skemmtilegum persónum. Hress bók sem ætti ekki að svíkja Kamilluaðdáendur.
Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira