Cheyenne Woods tryggði sér um helgina þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni sem er atvinnumótaröð kvenna í Bandaríkjunum. Þetta er annað árið í röð sem hún kemst á mótaröðina.
Hin 25 ára gamla Woods komst aðeins í gegnum niðurskurðinn átta sinnum á sautján mótum á síðasta tímabili.
Hún mætir til leiks núna reynslunni ríkari og fékk hamingjuóskir frá frænda sínum á Twitter eftir að hafa tryggt sér þátttökuréttinn eftirsótta.
Congrats to @Cheyenne_Woods for getting her LPGA tour card today. Birdied 5 of last 6 holes to make it.
— Tiger Woods (@TigerWoods) December 6, 2015