Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 13:15 Forsíða DV mánudaginn 4. febrúar 1991. Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA Veður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA
Veður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira