Íslenska dómaraparið, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dæmir í dag sinn fyrsta leik á HM kvenna í handbolta í Danmörku.
Anton og Jónas munu þá sjá um flautuleik þegar Suður-Kórea og Frakkland mætast í C-riðli í Kolding.
Bæði lið eru búin að leika einn leik á HM til þessa. Suður-Kórea gerði 24-24 jafntefli við Brasilíu í 1. umferðinni á meðan Frakkar unnu öruggan 10 marka sigur, 30-20, á Þýskalandi. Bæði Frakkar og Þjóðverjar eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2016.
Jónas er að dæma á sínu fyrsta stórmóti en Anton er öllu reyndari á stóra sviðinu. Anton, ásamt Hlyni Leifssyni, dæmdi á EM karla 2012, HM karla 2013 og HM kvenna 2013.
Íslendingar eiga einn annan fulltrúa á HM í Danmörku, Þóri Hergeirsson sem stýrir norska landsliðinu. Noregur, sem er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari, tapaði fyrir Rússlandi, 26-25, í fyrsta leik sínum á mótinu.
Anton og Jónas dæma á HM í dag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

