Kári Árnason verður fyrirliði á móti Real Madrid á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 18:12 Kári Árnason í leik á móti PSG. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira