Van Gaal: Mörkin munu koma hjá Martial Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 08:01 Van Gaal stendur þétt við bakið á Martial. vísir/getty Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur þétt við bakið á franska framherjanum Anthony Martial þrátt fyrir að honum hafi gengið illa að skora að undanförnu. Martial, sem er nýorðinn 20 ára, kom til United frá Monaco á lokadegi félagaskipagluggans og fór frábærlega af stað með nýja liðinu. Martial skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með United en hefur síðan þá aðeins skorað eitt mark í 13 leikjum. Þrátt fyrir markaþurðina hefur Van Gaal trú á sínum manni en United mætir Wolfsburg í lokaleik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Hann er mjög hæfileikaríkur. En hann er aðeins tvítugur og við verðum að gefa honum tíma. Það er alltaf erfitt þegar þú spilar fyrir lið eins og Manchester United en ég er sannfærður um að hann mun byrja að skora á ný,“ sagði Van Gaal. Martial verður að öllum líkindum í byrjunarliði United í Wolfsburg í kvöld en hinn framherji liðsins, Wayne Rooney, er frá vegna meiðsla. United er með átta stig í 2. sæti riðilsins og má ekki ná verri úrslitum en PSV Eindhoven sem er stigi á eftir enska liðinu. Hollensku meistararnir taka á móti CSKA Moskvu í kvöld. United hefur gengið bölvanlega að skora í undanförnum leikjum en þrátt fyrir það hefur Van Gaal trú á að mörkin komi fyrr en seinna. „Maður veit aldrei fyrir víst en að gefinni reynslu munu mörkin koma á endanum,“ sagði Hollendingurinn sem er á sínu öðru tímabili á Old Trafford. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51 Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur þétt við bakið á franska framherjanum Anthony Martial þrátt fyrir að honum hafi gengið illa að skora að undanförnu. Martial, sem er nýorðinn 20 ára, kom til United frá Monaco á lokadegi félagaskipagluggans og fór frábærlega af stað með nýja liðinu. Martial skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með United en hefur síðan þá aðeins skorað eitt mark í 13 leikjum. Þrátt fyrir markaþurðina hefur Van Gaal trú á sínum manni en United mætir Wolfsburg í lokaleik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Hann er mjög hæfileikaríkur. En hann er aðeins tvítugur og við verðum að gefa honum tíma. Það er alltaf erfitt þegar þú spilar fyrir lið eins og Manchester United en ég er sannfærður um að hann mun byrja að skora á ný,“ sagði Van Gaal. Martial verður að öllum líkindum í byrjunarliði United í Wolfsburg í kvöld en hinn framherji liðsins, Wayne Rooney, er frá vegna meiðsla. United er með átta stig í 2. sæti riðilsins og má ekki ná verri úrslitum en PSV Eindhoven sem er stigi á eftir enska liðinu. Hollensku meistararnir taka á móti CSKA Moskvu í kvöld. United hefur gengið bölvanlega að skora í undanförnum leikjum en þrátt fyrir það hefur Van Gaal trú á að mörkin komi fyrr en seinna. „Maður veit aldrei fyrir víst en að gefinni reynslu munu mörkin koma á endanum,“ sagði Hollendingurinn sem er á sínu öðru tímabili á Old Trafford.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51 Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51
Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30