Það voru ólík hlutskipti hjá Manchester-liðunum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en á meðan Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli þá eru nágrannarnir úr Manchester United úr leik.
Manchester United tapaði 3-2 á móti Wolfsburg á sama tíma og PSV Eindhoven vann CSKA Moskva. Þau úrslit þýða að Wolfsburg vann riðilinn og PSV Eindhoven náði öðru sætinu. Manchester United þarf að fara í Evrópudeildina eftir áramót. B-riðillinn var eini riðilinn þar sem voru laus sæti í sextán liða úrslitin.
Cristiano Ronaldo skoraði fernu og fyrsti leikur Kára Árnasonar sem fyrirliði Malmö endaði með 8-0 tapi fyrir Real Madrid á Santiago Bernebau. Paris Saint Germain vann sinn leik en Real Madrid var búið að vinna A-riðilinn.
Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Benfica og tryggði sér sigur í C-riðlinum. Astana komst yfir á móti Galatasaray og var á leiðinni í Evrópudeildina en Tyrkirnir jöfnuðu og tryggðu sér með því þriðja sætið.
Manchester City var 2-1 undir á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach en skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði sér þar með 4-2 sigur og sigur í D-riðlinum. Sevilla vann Juventus 1-0 á sama tíma með marki Fernando Llorente en þessi úrslit þýða að Sevilla fer í Evrópudeildina á kostnað Gladbach.
Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:
A-riðill
Real Madrid - Malmö 8-0
1-0 Karim Benzema (12.), 2-0 Karim Benzema (24.), 3-0 Cristiano Ronaldo (39.), 4-0 Cristiano Ronaldo (47.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Cristiano Ronaldo (59.), 7-0 Mateo Kovacic (70.), 8-0 Karim Benzema (74.).
Paris Saint-Germain - Shakhtar Donetsk 2-0
1-0 Lucas Moura (57.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (86.)
Lokastaða liða: Real 16, PSG 13, Shakhtar 3, Malmö 3.
B-riðill
Wolfsburg - Manchester United 3-2
0-1 Anthony Martial (10.), 1-1 Naldo (13.), 2-1 Vieirinha (29.), 2-2 Sjálfsmark (82.), 3-2 Naldo (84.).
PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2-1
0-1 Sergey Ignashevich (76.), 1-1 Luuk de Jong (78.), 2-1 Davy Pröpper (86.)
Lokastaða liða: Wolfsburg 12, PSV 10, United 8, CSKA 4.
C-riðill
Benfica - Atlético Madrid 1-2
0-1 Saúl (33.), 1-1 Luciano Vietto (55.), 1-2 Konstantinos Mitroglou (75.)
Galatasaray - Astana 1-1
0-1 Patrick Twumasi (62.), 1-1 Burak Yilmaz (64.)
Lokastaða liða: Atlético 13, Benfica 10, Galatasaray 5, Astana 4.
D-riðill
Manchester City - Borussia Mönchengladbach 4-2
1-0 David Silva (16.), 1-1 Julian Korb (19.), 1-2 , 2-2 Raheem Sterling (80.), 3-2 Raheem Sterling (81.), 4-2 Wilfried Bony (85.)
Sevilla - Juventus 1-0
1-0 Fernando Llorente (65.).
Lokastaða liða: City 12, Juventus 11, Sevilla 6, Gladbach 5
Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

