Van Gaal kenndi dómaranum um tapið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 23:26 Louis van Gaal var öskureiður í kvöld. Vísir/Getty Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira